24.07.2015

Bæjarstjórn - 1501

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1501. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

23. júlí 2015 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Elliði Vignisson, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Helena Björk Þorsteinsdóttir varamaður D lista í fræðsluráði óskar eftir því að hætta í ráðinu.
Í hennar stað kemur Sara Sjöfn Grettisdóttir.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201506003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 227 frá 15. júní s.l.

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201506007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 228 frá 29. júní s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201506008F - Fræðsluráð nr. 276 frá 29. júní s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2, erindi frá frá foreldrum leikskólabarna.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við umræðu málsins:
Ég vil fagna því að ráðið hefur lengt opnunartímann um heilt korter en hins vegar finnst mér það ekki ásættanlegt af hálfu bæjarins að bjóða ekki upp á vistun lengdur til hálf fimm. Almennur vinnutími er ýmist 8-4 eða 9-5 og því þykir mér það nauðsynlegt að Vestmannaeybær bjóði upp á vistun í hið minnsta til kl. 5. Það þarf að sýna aðhald í öllum rekstri og skilur maður þegar verið er að hagræða. Hins vegar tel ég að þetta er þjónusta sem sveitarfélagið verður að bjóða upp á þar sem þeir foreldrar sem eru með vinnutíma til 5 hafa ekki annað í boði en að hafa börn sín í vistun á meðan vinnu þeirra stendur. það væri best á kosið að báðir leikskólarnir byðu uppá sama vistunartíma, en á meðan nýting vistunar er til 5 er ekki meiri er það skiljanlegt að erfitt er að bjóða upp á hana á báðum skólum. Til að gæta að hagræðingu í rekstri væri þá hægt að láta annan leikskólann bjóða upp á lengri vistunartíma. þessi leið hefur verið farin í mörgum öðrum sveitarfélögum og hægt væri að koma þannig til móts við þær fjölskyldur sem eru með vinnutíma til 5. Við þurfum að gæta þess að horfa til framtíðar. Fjölskyldufólk, sem og ungt fólk sem er að byrja að stofna fjölskyldu hefur verið að flytja til eyja á síðustu árum. Það er þróun sem við viljum sjá í auknum mæli. Við vitum um þá neikvæðu þróun sem hefur orðið í fæðingarþjónustunni vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, sem er á höndum ríksins en ekki sveitarfélagsins. En ef við setjum það á vogarskálarnar ásamt skortinum á daggæslu í heimahúsum sem hefur verið mikið vandamál fyrir foreldra sem og að niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldrum hefst ekki fyrr en um 12 mánaða aldur hér í eyjum, ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum, þá fara ókostirnir að vega ansi þungt hjá þeim sem eru að íhuga búferlaflutninga til eyja. Því við megum heldur ekki gleyma að við sem sveitarfélag erum líka í samkeppni þegar kemur að því að laða ungt fólk til Vestmannaeyja og þurfum við að haga rekstri og þjónustustigi samkvæmt því.
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Stefán Óskar Jónasson

Bókun D lista:

Meirihluti Sjálfstæðismanna bendir á að þetta umrædda mál hefur verið til ítarlegrar skoðunar hjá fræðsluráði.
Fulltrúum E-lista má það ljóst vera að fullyrðingar í bókun þeirra er ekki í samræmi við þær staðreyndir sem lagðar hafa verið fram af embættismönnum Vestmannaeyjabæjar.
Meðal þess sem fram hefur komið er að úttekt á 18 sveitarfélögum leiddi í ljós að algengast er að opnunartími leikskóla sé frá 07.45 til 16.15, hér í Vestmannaeyjum verður opnunartími 07.30 til 16.30 sem sagt umtalsvert meiri en almennt gengur og gerist.
Hér í Vestmannaeyjum eru nú 4 börn af um 230 sem nýtt hafa þurft lengri opnunartíma en nú verður í boði og er það mat skólastjórnenda að slíkt sé vart verjandi.
Að öðru leyti er vísað til þeirrar vönduðu umræðu sem átt hefur sér stað í ráðinu.

Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)


Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 3-6 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201506009F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3006 frá 30. júní s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3 - 13 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 -10, 12 og 13 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 11 var samþykktur með sex atkvæðum Auður Ósk Vilhjálmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

   

6.

201507002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 165 frá 8. júlí s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201507005F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 229 frá 13. júlí s.l.

 

Liðir 1 og 3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 og 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

E- listi lagði fram svohljóðandi bókun við umræðu um lið 1:
"Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, bendir á að Lundastofninn sé viðkvæmur og Lunda fækkað jafnt og þétt við landið. Þeirra faglega ráðgjöf sé mjög skýr að það sé ekki skynsamlegt að veiða Lundann núna."
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Liður 1 var samþykktur með fimm atkvæðum, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Óskar Jónasson greiddu atkvæði á móti og vísa í bókun.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 og 4-7 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201507006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 181 frá 15. júlí.

 

Liðir 3 og 4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
1,2 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við umræðu um lið 4 vitnaði E listinn í bókun Georgs Eiðs Arnarssonar í málinu frá fundi framkvæmda og hafnarráðs nr. 181 frá 15. júlí s.l.

Bókun D lista:
Enn og aftur eru bæjarfulltrúar meirihlutans í þeirri undarlegu stöðu að útskýra fyrir bæjarfulltrúum E-lista að rekstur heilbrigðisþjónustu við aldraða eru á ábyrgð ríkisins. Það að setja fjármagn í stækkun á Hraunbúðum án þess að fyrir liggi vilji ríkisins til að reka þar þjónustu er algerlega ábyrgðarlaust af E-lista og ber fyrst og fremst merki um lýðskrum.

Meirihluti Sjálfstæðismanna vill einnig benda á að nú mjög svo nýverið skrifaði Stefán Óskar Jónasson oddviti E-lista undir viljayfirlýsingu þess efnis að afhenta Þekkingarsetrinu 2. hæð Fiskiðjunnar sem næst því að hún sé tilbúin undir tréverk. Það vekur því vægast sagt undrun að nú vilji hann rífa húsið. Ljóst má vera að það verður erfitt fyrir Þekkingarsetrið að vera með starfsemi á annarri hæð í húsi sem búið verður að rífa.

Að lokum ítrekar meirihluti Sjálfstæðismanna að uppbygging á þjónustu við aldraða er meðal forgangsmála í rekstri Vestmannaeyjabæjar. Í því samhengi þarf að horfa til bættrar aðstöðu fyrir félag eldriborgara sem nú er vel á veg komin. Þá eru fyrirhugaðar miklar endurbætur á húsnæði Hraunbúða og þá sérstaklega því sem snýr að dagþjónustu við aldraða og aðstöðu fyrir fólk með heilabilun. Þá þarf að bæta verulega við þá aðstöðu sem fólgin er í þjónustuíbúðum fyrir aldraða.

Fjölgun hjúkrunarrýma eða það sem E-listi kallar “stækkun Hraunbúða” verður þó ætíð að vera unnin í samstarfi við ríkið sem er ábyrgt fyrir heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)


Bókun E lista:
Það sem kemur fram í bókun D-listans að Stefán Óskar Jónasson hafi viljað rífa húsið er ekki rétt. Þær framkvæmdir sem á að fara í við Fiskiðjuna er að okkar mati ekki réttar. Ekki hefur verið staðfest nein starfsemi í húsinu þótt viljayfirlýsing hafi verið undirrituð og óljóst þykir hvernig eigi að nýta restina af húsinu.


Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)


Bókun D lista:
Einmitt þegar bæjarfulltrúar D-lista héldu að þetta mál gæti ekki orðið öllu skrýtnara kemur í ljós að E-listi vill hvorki rífa húsið né laga það. Við svo búið ítreka bæjarfulltrúar meirihlutans að einlægur vilji þeirra er að fara eftir áliti skipulagsráðgjafa sem bent hafa á mikilvægi þess umrædda húss í skipulagi miðbæjar Vestmannaeyja. Í dag er húsið til mikilla vansa og brýnt að bragabót verði á gerð.

Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)


Liður 4 var samþykktur með fimm atkvæðum, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Óskar Jónasson greiddu atkvæði á móti.

Liðir 1, 2 og 5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201507008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 230 frá 20. júlí s.l.

 

Liður 7 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-6, 8 og 9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæða.
Liðir 1-6, 8 og 9 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201507007F - Fræðsluráð nr. 277 frá 20. júlí s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201507009F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3007 frá 21. júlí s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö atkvæðum, Stefán Óskar Jónasson og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir vísa í fyrri bókun.
Liðir 1 og 3-10 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.18

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159