20.07.2015

Fræðsluráð - 277

 
 Fræðsluráð - 277. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. júlí 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Gígja Óskarsdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs og Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Emma H. Sigurgeirsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar.

 

Dagskrá:

 

1.

201105032 - Daggæsla, dagvistun í heimahúsum

 

Umsóknir um leyfi til daggæslu í heimahúsum lagðar fram.

 

Umsóknir frá Drífu Þorvaldsdóttur og Þóru Sigurjónsdóttur um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi að Brimhólabraut 32 lagðar fram. fræðsluráð samþykkir erindin enda uppfylla umsækjendur skilyrði reglugerðar fyrir leyfisveitingu.

 

   

2.

200703206 - Staða daggæslumála

 

Staða daggæslumála hefur breyst mjög til hins betra með tilkomu tveggja nýrra daggæsluforeldra. Börnum, sem bíða eftir plássi hjá dagforeldrum, mun því fækka verulega.
Samtals eru nú 15 börn, fædd 2014, á biðlista eftir daggæslu í vetur. 8 af börnunum á biðlistum dagforeldra fá inni hjá þeim í ágúst. Því þarf að leita leiða til að koma til móts við hópinn sem eftir stendur. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að fjölga enn daggæslurýmum með því að auglýsa áfram eftir fleiri dagforeldrum og framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd, til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði, svo fremi sem samþykki fyrir fjárveitingu fáist hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

 

   

3.

201103090 - Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar

 

Uppfærðar innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar lagðar fram til samþykktar.

 

Um óverulegar breytingar er að ræða sem eru gerðar til að skerpa á reglunum. Má þar nefna áherslu á að foreldrar og börn þeirra sem fá úthlutun leiksólaplássa skuli eiga lögheimili í Vestmannaeyjum þegar leikskólaganga barns hefst. Jafnframt er skerpt á vinnuferlum vegna uppsagna á leikskólaplássum og vanskilum. Fræðsluráð samþykkir uppfærðar innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar með undirritun sinni.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.32

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159