15.07.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 181

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 181. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15. júlí 2015 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Sindri Ólafsson, Georg Eiður Arnarson og Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. 201101247 - Varðveisla björgunarbátsins af Eiðinu.
Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu gamla björgunarbátsins af Eiðinu. Lagt er til að bátnum verði fundin staður á Skansinum.
Ráðið samþykkir að koma bátnum fyrir við hlið bátaskýlisins á Skansinum og setja upp upplýsingaskilti með sögu bátsins.
 
 
2. 201507043 - Viðgerðir á sundlaug og tækjabúnaði
Viðgerðir hafa farið fram á flísum í innisundlaug. Nú liggur fyrir að þörf er á nýjum tækjabúnaði við gufubað og óskað er eftir því að það fjármagn sem ekki þurfti að nýta í viðgerðir á sundlaug verði nýtt í lagfæringar á gufubaði.
Ráðið samþykkir að það fjármagn sem fyrirhugað var að færi í viðgerði á sundlaug og þarf ekki að nota verði nýtt í lagfæringar á gufubaði.
 
 
3. 201507044 - Vinnslustöðin - Aðgengi við bryggju og á athafnasvæði
Fyrir lá erindi frá Vinnslustöðinni þar sem kvartað er yfir aðgengi við og að athafnasvæði Vinnslustöðvarinnar.
Ráðið leggur áherslu á að aðgengi að fyrirtækjum á starfssvæði Vestmannaeyjahafnar sé tryggt eins og kostur er. Bent skal á að í deiliskipulagi H-1 fyrir þetta svæði er gert ráð fyrir 15 metra aksturssvæði á þessari bryggju sem alltaf skal vera með óhindruðu aðgengi. Ráðið beinir því til allra aðila á svæðinu að sýna tillitssemi við vinnu sína. Einnig vill ráðið benda verktökum við nýbyggingu Ísfélagsins á að halda sig innan skilgreinds vinnusvæðis.
 
4. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Þann 15.júní sl. voru opnuð tilboð í endurbætur á Fiskiðjunni. Eitt tilboð barst.
2Þ ehf. kr. 158.765.585
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 167.787.000
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við bjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Sigursveinn Þórðarson
Jarl Sigurgeirsson
Sæbjörg Logadóttir
Sindri Ólafsson
 
Georg Eiður Arnarson bókar:
Þar sem ekki liggur fyrir hvernig eigi að nýta þetta húsnæði í framtíðinni, tel ég rétt að fresta fyrirhuguðum úrbótum og legg ég til að þetta fjármagn sem eyrnamerkt er þessu verkefni, verði frekar nýtt til þess að hefja stækkun á Hraunbúðum, enda þörfin þar gríðarleg og að mínu mati er það verkefni miklu brýnna en þessar endurbætur á húsi Fiskiðjunnar.
 
 
5. 201507048 - Barnaskóli, utanhússviðgerðir 2015
Ekkert tilboð barst í utanhússviðgerðir á Barnaskólanum en til stóð að hefja 1.áfanga í sumar.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að ráðist verði í nauðsynlegar framkvæmdir utanhúss.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159