19.06.2015

Bæjarstjórn - 1500

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1500. fundur

 

haldinn í Landlyst,

19. júní 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Margrét Rós Ingólfsdóttir varamaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Jóhanna Ýr Jónsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri

 

Dagskrá:

 

1.

201504100 - 19. júní 2015 - 100 ára afmæli kosningar kvenna.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar flutti ágrip um sögu kvenna í Vestmannaeyjum.

 

   

2.

201506054 - 1500. fundur bæjarstjórnar

 

Tillaga D lista:
Lögð fram á fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja nr. 1500 sem haldinn er á kvenréttindadaginn 19. júní 2015 í Landlyst Vestmannaeyjum:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að kjósa nefnd þriggja bæjarfulltrúa, sem verður undir forystu forseta bæjarstjórnar og hefur nefndin það hlutverk að móta hugmyndir og tillögur til bæjarstjórnar á hvern hátt þess verði minnst af hálfu bæjarfélagsins að á árinu 2018 verða liðin 100 ár frá kaupstaðarréttindum Vestmannaeyjabæjar og 2019 eru 100 ár frá kosningu fyrstu bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Hópurinn mun á starfstímanum fá sér til halds og trausts a.m.k. tvo sögufróða áhuga- og/eða fagmenn um sögu Vestmannaeyja sem þar eftir taka sæti í stýrihópnum.

Í hópnum sitja Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Auður Vilhjálmsdóttir og Birna Vídó Þórsdóttir.

 

Elliði Vignisson (sign)

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Birna Þórsdóttir (sign)

Trausti Hjaltason (sign)

Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)

Stefán Óskar Jónasson (sign)

Jóhanna Ýr Jónsdóttir (sign)

 

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

   

3.

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Breytingar í ráðum og nefndum.
Erindi frá Jóhönnu Ýr Jónsdóttur þar sem fram kemur að hún segir upp störfum sínum sem bæjarfulltrúi Eyjalistans frá og með deginum í dag vegna flutnings.
Erindi frá Gunnari Guðbjörnssyni þar sem hann tilkynnir að hann hætti sem varamaður í bæjarstjórn fyrir Eyjalistann.

 

Bæjarstjórn.
Aðalmenn:
E-listi
Í stað Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur kemur inn Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Varamenn:
E-listi:
Georg Eiður Arnarson
Sonja Andrésdóttir

Skrifari E lista:
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Bæjarráð.
Varamenn:
E-listi:
Í stað Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur kemur Auður Ósk Vihjálmsdóttir

Fjölskyldu- og tómstundaráð.
Varamenn:
E-listi:
Í stað Sonju Andrésdóttur kemur Drífa Þöll Arnardóttir

Framkvæmda- og hafnarráð.
Aðalmenn:
E-lista:
Í stað Stefáns Óskars Jónassonar kemur Georg Eiður Arnarson

Varamenn:
E-lista:
Í stað Georgs Eiðs Arnarsonar kemur Guðjón Örn Sigtryggsson.

Umhverfis-og skipulagsráð.
Aðalmenn:
D-listi:
Í stað Harðar Óskarssonar kemur Ingólfur Jóhannesson
E-listi:
Í stað Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur kemur Stefán Óskar Jónasson.

Varamenn:
D-lista:
í stað Ingólfs Jóhannessonar kemur Thelma Hrund Kristjánsdóttir.

Fræðsluráð.
Aðalmenn:
E-lista:
Í stað Gunnars Þórs Guðbjörnssonar kemur Sonja Andrésdóttir.

Aðalfundur sunnlenskra sveitarfélaga.
Fulltrúar E-lista:
Í stað Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur kemur Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Varamenn:
E-lista:
Í stað Gunnars Þórs Guðbjörnssonar kemur Georg Eiður Arnarson.

Samband íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
E-lista:
í stað Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur kemur Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

 

   

4.

201505001F - Almannavarnanefnd nr. 1501 frá 04. maí s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og  2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201505010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 225 20. maí s.l.

 

Liðir 1-22 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-22 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201505011F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3004 frá 26. maí s.l.

 

liður 1-3 liggur fyrir umræðu og staðfestingar.
Liðir 2,4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum
Liður 3 var samþykktur með sex atkvæðum, Stefán Óskar Jónasson situr hjá og vísar í bókun sína á fundinum.
Liðir 2,4 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201505012F - Fjölskyldu- og tómstundaráð -nr. 163 frá 27. maí s.l.

 

Liðir 4 og 7 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 og 5-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201505009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 226 frá 1. júní s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

9.

201505006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 180 frá 5. júní s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 3-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201506001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 164 frá 10.júní s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201506004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3005 frá 16. júní s.l.

 

Liðir 1-18 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-18 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   
                                                          

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.59

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159