10.06.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 164

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 164. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

10. júní 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.

200809002 - Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

 

Jafnréttisáætlun 2015 - 2019 lögð fram til samþykktar

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umrædda jafnréttisáætlun.

 

   

3.

201506001 - Ósk um ferðastyrk

 

Ósk um ferðastyrk vegna þátttöku í landsliðskeppnum

 

Vestmannaeyjabær veitir fjármagn í íþróttasjóð Íþróttabandalags Vestmannaeyja sem hefur m.a. að markmiði að veita einstökum afreksmönnum innan aðildarfélaga viðurkenningu og fjárstuðning til að auðvelda þeim æfingar og þátttöku í mikilvægum keppnum. Fjölskyldu- og tómstundaráð óskar umsækjanda til hamingju með góðan árangur og bendir honum á að leita styrkjar í umræddan sjóð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159