05.06.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 180

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 180. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. júní 2015 og hófst hann kl. 12:00
  
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Birgitta Kristjánsdóttir, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Stefán Óskar Jónasson, Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Ragnar Þór Baldvinsson slökkvistjóri og Friðrik Páll Arnfinnsson eldvarnaeftirlitsmaður sátu fundinn í 1.máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201102037 - Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Vestmannaeyja
Fyrir lá Brunavarnaáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015-2020. Ragnar Þór Baldvinsson og Friðrik Páll Arnfinnsson fóru kynntu efni áætlunarinnar og fóru yfir helstu atriði.
Ráðið þakkar Ragnari og Friðrik fyrir kynninguna og samþykkir Brunavarnaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. 201505018 - Ósk um fund vegna framtíðarsýnar Slökkviliðs Vestmannaeyja
Fyrir lá bréf frá Brunavarðafélagi Vestmannaeyja dags. 2015 þar sem farið er fram á viðræður við yfirvöld vegna framtíðarsýnar Slökkviliðs Vestmannaeyja gagnvart aðstöðu og tækjum ásamt umræðu um tryggingar slökkviliðsmanna við störf.
Ráðið samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að koma á fundi fulltrúum ráðsins og fulltrúum Brunavarðafélags Vestmannaeyja.
 
3. 201505039 - Básaskersbryggja 2. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Fyrir lá erindi frá Eyja-eignum ehf. um ósk um breytta notkun húsnæðis og breytingar á aðgengi að Básaskersbryggju 2. Erindi vísað til umsagnar Framkvæmda- og hafnarráðs frá Umhverfis- og skipulagsráði. Einnig lá fyrir umsögn rekstraraðila Herjólfs.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðar breytingar á húsnæði og starfsemi að Básaskerbryggju. Ráðið vill árétta að engin lóð fylgir húsnæðinu og er óheimilt að vera með starfsemi utanhúss. Einnig skal á það bent að engin bílastæði fylgja viðkomandi fasteign.
 
 
4. 201503061 - Kleifar - gatnagerð á Eiðinu.
Þann 19.maí sl. voru opnuð tilboð í gatnagerð að Kleifum 3-7. Eitt tilboð barst:
Íslenska Gámafélagið ehf. 29.932.230.kr. Verklok eru áætluð 10.ágúst 2015.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159