05.06.2015

Almannavarnanefnd - 1502

 
 Almannavarnanefnd - 1502.
 
Fundur haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
5. júní 2015 og hófst hann kl. 08:30
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Ólafur Þór Snorrason ritari, Ragnar Þór Baldvinsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Jóhannes Ólafsson og Sigurður Hjörtur Kristjánsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
Jón Sighvatsson sat fundinn í 3.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201505002 - Rafmagnsframboð í Vestmannaeyjum
Formaður fór yfir stöðu mála gagnvart möguleikum á tengingu Varskipsins Þórs við rafmagnskerfi HS-veitna. Einnig kom fram að búið er að panta ljósavél fyrir Björgunarfélagið til að keyra þeirra starfsemi og lögreglustöð.
 
 
2. 201511086 - Breytingar á skipulagi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Hjörtur Kristjánsson fór yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Endurskoða þarf viðbragðsáætlun HSU til samræmis við breytta starfsemi.
 
 
3. 201511087 - Varaafl fjarskipta í neyðartilfellum
Jón Sighvatsson fór yfir stöðu mála varðandi netöryggi, fjarskiptaöryggi og lagði fram upplýsingar frá Mílu og Vodafone varðandi nettengingar til lands. Einnig fór Jón yfir varaafl á Klifi og símstöð. Almennt er ástand mjög gott varðandi fjarskipti og útvarpssendingar.
Ráðið þakkar Jóni fyrir kynninguna.
 
 
4. 201511089 - Neyðaráætlun vegna eldgosa í Vestmannaeyjum
Rætt um vinnu við neyðaráætlun fyrir Vestmannaeyjar og þá þætti sem snúa að rýmingum.
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159