27.05.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 163

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 163. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. maí 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Sólrún Gunnarsdóttir þjónustustjóri málefna aldraðra sat fundinn í þriðja máli.

 

Dagskrá:

 

1.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200705124 - Heimsending matar

 

Tillaga um hækkun á heimsendu matargjaldi

 

Lögð er fram tillaga um hækkun á heimsendum mat frá 1. júlí nk. um 242 kr. eða í 890 kr. máltíðina (akstur innifalinn). Vestmannaeyjabær verður þó áfram með lægstu sveitarfélögum á landinu m.t.t. verðs á heimsendum mat. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umrædda tillögu.

 

   

4.

201505067 - Ósk um styrk vegna knattspyrnuskóla sumarið 2015

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð mun ekki veita styrki til sumarnámskeiða sumarið 2015 og hafnar því erindinu.

 

   

5.

201505055 - Ósk um styrk vegna skáknámskeiðs

 

Fyrir liggur beiðni um styrk vegna skáknámskeiðs sumarið 2015 frá Birki K. Sigurðssyni.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð bendir umsóknaraðila á að Vestmannaeyjabær veitir þegar styrk til Taflfélags Vestmannaeyja til að standa að skákkennslu til barna. Ráðið hafnar því erindinu.

 

   

6.

201505058 - Ósk um styrk vegna sumarnámskeiða sumarið 2015

 

Erindi frá UMFÓ

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir ekki fjárhagsstyrk til leikjanámskeiðs UMFÓ sumarið 2015. Ráðið samþykkir hins vegar að útvega starfsmann varðandi börn með sérþarfir sem sækja umrætt námskeið auk þess sem aðgangur að Rauðagerði verður fyrir hendi í samráði við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar.

 

   

7.

200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

 

Framkvæmdaáætlun í barnavernd

 

Í framhaldi af 4. máli fundar Fjölskyldu- og tómstundaráðs þann 6. maí sl. eru tekin fyrir að nýju drög að framkvæmdaáætlun í barnavernd fyrir kjörtímabilið.

Fjölskyldu -og tómstundaráð samþykkir framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

                                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159