11.05.2015

Fræðsluráð - 275

 

Fræðsluráð - 275. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

11. maí 2015 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson embættismaður, Alda Gunnarsdóttir embættismaður, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201504067 - Breyting á vistunartíma leikskóla.

 

Erindi frá skólastjórnendum leikskólanna í Vestmannaeyjum um breytingu á vistunartíma í skólunum frá ágúst 2015.

 

Í erindinu er lagt til að leikskólar í Vestmannaeyjum verði opnir frá 7:30 til 16:15 frá og með 17. ágúst 2015 í stað 07:30-17:00 eins og nú er. Ástæðan er lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15. Af þeim 224 börnum, sem eru í leikskólunum skólaárið 2014 til 2015, hafa einungis fjögur börn, vistun til kl. 17:00. Í erindinu kemur einnig fram að með styttri vistunartíma næst hagræðing í rekstri og að það stuðli að fjölskylduvænna samfélagi. Fræðsluráð þakkar erindið og það frumkvæði sem leikskólastjórar sýna og samþykkir að vistunartími leikskólanna í Vestmannaeyjum verði frá 07:30 til 16:15 frá og með 17 ágúst 2015. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

 

   

2.

200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti

 

Rekstur gæsluvallar sumarið 2015

 

Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa um að starfstími gæsluvallarins Strandar verði frá kl. 13-16 á tímabilinu 20. júlí til 14. ágúst. Jafnframt samþykkir ráðið að vistunargjöld verði kr 800 á dag fyrir hvert barn.

 

   

3.

201304072 - Staða leikskóla og dagvistarmála.

 

Framhald af 1. máli 274. fundar fræðsluráðs

 

Fjöldi dagforeldra í Vestmannaeyjum hefur verið á bilinu 2 - 5 á undanförnum árum. Hefur það nægt til að mæta daggæsluþörf fyrir börn frá 6 mánaða aldri og þar til börnin komast að í leikskóla. Foreldrar 46 væntanlegra leikskólabarna, sem verða orðin 18 mánaða 1. september n.k., hafa fengið loforð fyrir plássi í haust. Þar sem skortur hefur verið á daggæsluforeldrum samþykkti Vestmannaeyjabær að setja upp tímabundið bráðabirgðaúrræði á gæsluvellinum Strönd í vetur. Þar hafa 10 börn verið í daggæslu. Einnig njóta 20 börn þjónustu daggæsluforeldra í heimahúsum. Vestmannaeyjabær kemur til móts við foreldra barna hjá dagforeldrum með niðurgreiðslum daggæslugjalda fyrir börn einstæðra foreldra frá 6 mánaða aldri og fyrir börn foreldra í sambúð frá 12 mánaða aldri. Nú liggur fyrir að einungis eitt dagforeldri heldur áfram störfum næsta haust að öllu óbreyttu. Það leiðir til þess að skortur verður á dagvistunarúrræðum sem kemur í veg fyrir að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn. Til að bregðast við þessum yfirvofandi aðstæðum stofnaði fræðsluráð stýrihóp sem fékk það hlutverk að fara yfir daggæsluúrræðin í heild, meta stöðuna og leita lausna til skemmri og lengri tíma.
Stýrihópurinn hefur fundað og farið yfir stöðu daggæslumála. Rætt hefur verið við núverandi dagforeldra og farið yfir rekstrarforsendur. Stýrihópurinn telur mikilvægt að leita allra leiða til að styrkja dagforeldrakerfið sem mótvægi við leikskóla. Fjölga þarf dagforeldrum með því að gera starfið meira aðlaðandi bæði út frá rekstrarlegum og ekki síður faglegum forsendum. Hópurinn setur fram eftirfarandi aðgerðarþætti til að styrkja dagforeldra og gera þeim sem áhuga hafa á að starfa sem slíkir auðveldara fyrir;

Dagforeldrum verði boðinn byrjendastyrkur fyrstu tvö árin, 75.000 krónur hvort ár.
Boðið verði árlega upp á 50.000 kr. leikfangastyrk
Boðið verði upp á námskeið við upphafi starfseminnar
Dagforeldrar fá aðgang að íþróttasal í Íþróttamiðstöðinni einu sinni í viku.
Boðið verði upp á sameiginlegan samkomusal fyrir dagforeldra einu sinni í viku
Boðið verði árlega upp á endurmenntun, námskeið eða fræðsluerindi fyrir dagforeldra þeim að kostnaðarlausu

Allir styrkir eru háðir tveimur skilyrðum; annars vegar að viðkomandi starfi í a.m.k eitt ár og miði að því að veita þjónustu á sama tíma og leikskólarnir og hins vegar að dagforeldrar miði inntöku barna í dagvistarúrræði við aldursröð í samráði við skólaskrifstofu. Fræðslufulltrúa er falið að útbúa sérstakt umsóknareyðublað/samning fyrir dagforeldra þar sem þessir þættir koma fram. Áætlaður kostnaður við þessar aðgerðir verði um 650.000 kr.
Tillögur þessar eru ætlaðar til þess að koma í veg fyrir brottfall meðal dagforeldra og auka við stöðugleika í þeirra þjónustu bæði til skemmri og lengri tíma. Fræðsluráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir dagforeldrum miðað við tillögur stýrihópsins með þeim fyrirvara að bæjarráð og/eðabæjarstjórn samþykki fjármögnun. Fræðsluráð leggur einnig til að stýrihópurinn starfi áfram og fylgist með framgangi mála. Mikilvægt er að meta stöðuna aftur í byrjun júlí 2015 og grípa til frekari aðgerða ef þörf þykir.

 

   

4.

201105068 - Sameiginlegt skóladagatal

 

Lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar
Í dagatalinu sem lagt var fram til kynningar er gert ráð fyrir að leikskólar hefji störf eftir sumarlokun 2015 þann 17.ágúst n.k. kl. 10.

Jafnframt er gert ráð fyrir að leikskólar verði lokaðir vegna þing- og samstarfsdaga 11. september, 28.-30.desember og 29. mars 2016. Ekki er gert ráð fyrir að lokað verði hluta úr degi vegna samstarfs í leikskólanum Kirkjugerði/Víkinni eins og tíðkast hefur undanfarin ár.

Áætlað er að sumarlokun leikskólanna sumarið 2016 verði í frá 18. júlí til og með 17. ágúst 2016.

Innritun barna, sem hafa fengið loforð um vistun í frístundaveri haustið 2015, hefst 17. ágúst. Full starfsemi hefst 24. ágúst og síðasti dagur í frístundaveri er 10. júní 2016. Gert er ráð fyrir að frístundaver loki dagana 28. - 30. desember 2015.

Kennarar GRV hefja störf 17. ágúst eftir sumarorlof 2015. Skólasetning GRV verður mánudaginn 24. ágúst og skólaslit þriðjudaginn 7. júní 2016. Gert er ráð fyrir að Grunnskólinn verði lokaður 2. október vegna Haustþings kennara og vetrarfrí verður 22., 23., og 26. október í samræmi við niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra og starfsmanna. Jafnframt verður grunnskólinn lokaður vegna kjarasamningsbundinna samstarfsdaga 4. og 14. janúar, 29. mars, 6. og 8. - 10. júní 2016. Skólaslit í GRV verða 7. júní 2016.

Fræðsluráð þakkar kynninguna og mun taka málið aftur upp á næsta reglulega fundi.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159