06.05.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 162

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 162. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

6. maí 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Birna Þórsdóttir mætti á fundinn eftir annað mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201504097 - Skýrsla til Barnaverndarstofu fyrir árið 2014

 

Samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2014

 

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2014. Fram kom í máli hennar að talsverð fækkun hefur verið í barnaverndarmálum sl. tvö ár eftir að þeim hafði fjölgað jafnt og þétt árin á undan. Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju sinni með fækkun barnaverndarmála í sveitarfélaginu.

 

   

2.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

 

Framkvæmdaáætlun í barnavernd

 

Samkvæmt 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 skulu sveitarstjórnir marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í barnaverndarmálum skal send ráðuneytinu og Barnaverndarstofu.
Lögð var fram til kynningar framkvæmdaáætlun fyrir sl. kjörtímabil.

 

   

5.

201503131 - Ósk um að hafa sundlaugina lengur opna á meðan Tm- og Orkumótið standa yfir og fl.

 

Framhald af 6. máli 161. fundar í fjölskyldu- og tómstundarráði

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði til leiðir til að mæta óskum ÍBV-íþróttafélags um lengri opnun sundlaugar í kringum mót félagsins. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umræddar tillögur og felur forstöðumanni ÍM að auglýsa breytta opnun.

 

   

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159