04.05.2015

Almannavarnanefnd - 1501

 
 Almannavarnanefnd - 1501. fundur 
haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
4. maí 2015 og hófst hann kl. 10:00
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Elliði Vignisson, Ólafur Þór Snorrason, Adolf Hafsteinn Þórsson, Guðný Bogadóttir, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Stefán Örn Jónsson og Friðjón Pálmason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Páley Borgþórsdóttir formaður
Elliði Vignisson varaformaður
Ólafur Þór Snorrason ritari
 
Dagskrá:
 
1. 201505003 - Viðbragðsáætlun fyrir Vestmannaeyjar
Formaður fór yfir þá vinnu sem sett hefur verið af stað vegna gerðar viðbragðsáætlunar fyrir Vestmannaeyjar vegna eldgosa og rýmingar. Einnig var staða hættumats kynnt. Friðjón Pálmason verður verkefnastjóri áætlunarinnar af hálfu almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og fór hann yfir verklag og þá vinnu sem þarf að fara í við gerð áætlunarinnar.
Nefndin samþykkir að skipa vinnuhóp vegna gerðar áætlunarinnar. Vinnuhópinn skipa:
Páley Borgþórsdóttir
Ólafur Þór Snorrason
Ragnar Þór Baldvinsson
Adolf Þórsson
Friðjón Pálmason
Verkefnisstjóri: Jóhannes Ólafsson
 
 
2. 201505002 - Rafmagnsframboð í Vestmannaeyjum
Formaður greindi frá fundi sem fulltrúar HS veitna og Almannavarnanefndar áttur um borð í Varðskipinu Þór vegna möguleika á tengingu við raforkukerfið í bænum til orkuframleiðslu. Einnig var farið yfir fyrirliggjandi varaafl í Vestmannaeyjum, hvaða afl er til staðar og hvað þarf að bæta í neyðartilfellum.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159