17.04.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 179

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 179. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
17. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Birgitta Kristjánsdóttir, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Stefán Óskar Jónasson og Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201504044 - Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2014
Farið yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2014. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 434 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 49 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 234 millj.kr.
Ráðið samþykkir ársreikninginn og vísar honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
 
 
2. 201411034 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014
Framkvæmdastjóri kynnti lykiltölur í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014 í þeim málaflokkum sem heyra undir Framkvæmda- og hafnarráð
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
3. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir liggur verkfundagerð vegna Dælustöðvar Eiði frá 25. mars 2014. Fram kemur í verkfundagerð að verklok eru áætluð 15.júní 2015.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð og leggur áherslu á að verklok framkvæmda standist.
 
4. 201410041 - Sorphirða og sorpeyðing
Farið yfir ástand á svæði móttökustöðvar og tölur um magn endurvinnanlegs úrgangs frá því núverandi rekstraaðilar tóku við rekstri. Einnig lágu fyrir tillögur rekstraraðila til úrbóta varðandi svæðið.
Ráðið leggur áherslu á að unnið verði eftir tillögum rekstraraðila til úrbóta varðandi umgengni og frágang á svæðinu austan við Sorpu. Þá mælist ráðið til þess að rekstraraðili uppfylli þær skyldur sem honum eru lagðar á herðar samkvæmt samningi m.a. varðandi meðferð á hreinu timbri og moltugerð.
 
 
5. 201504041 - Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Sumarið 2015 eru bókuð 39 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja. Hefur þeim fjölgað úr 20 frá sl. sumri. Mikil aukning hefur verið síðastliðin ár og ljóst að bæta þarf aðstöðu við móttöku, sérstaklega vegna tenderbáta af stærri skipum sem ekki komast inn í höfnina. Lögð fram tillaga að uppsetningu og staðsetningu á salernisaðstöðu og sölubásum sem jafnframt nýtist við önnur tækifæri. Einnig rætt um breytingu á staðsetningu flotbryggja til betri nýtingar og minni hættu á hagsmunaárekstrum.
Ráðið samþykkir að festa kaup á salernisaðstöðu að upphæð kr. 1899 þús. Aukning á tekjum vegna komu fleiri skemmtiferðaskipa kemur til móts við kostnaðinn sem af þessu hlýst. Ráðið telur þetta nauðsynlega aðgerð sem lið í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum. Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159