16.04.2015

Bæjarstjórn - 1498

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1498. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

16. apríl 2015 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Jóhanna Ýr Jónsdóttir aðalmaður. 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasvið.

 

Leitað var afbrigða að taka inn fundargerðir bæjarráðs nr. 3000 og 3001 og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201212068 - Umræða um samgöngumál

 

Bæjarstjórn lagði fram svohljóðandi ályktun:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja minnir samgönguyfirvöld enn og aftur á válega stöðu Landeyjahafnar. Nú þegar ferðamannatíminn er að hefjast hefur enn ekki verið hafist handa við dýpkun svo neinu nemi. Seinustu daga hefur veður verið með ágætum og ölduhæð niður í 1,5 metra. Samt hefur ekki verið hægt að hefja dýpkun. Með sama áframhaldi má búast við því að fullt dýpi náist ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Nú þegar er skaðinn af stöðunni orðin gríðarlegur. Bæjarstjórn ítrekar því fyrri óskir um að allra leiða verði leitað til að opna höfnina svo fljótt sem verða má. Dugi þau tæki sem til eru á Íslandi ekki til, verður tafarlaust að fá til verksins öflugri tæki erlendis frá.

Þá minnir bæjarstjórn samgönguyfirvöld og ríkisstjórn enn fremur á að skv. fjárlögum á að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju á fyrrihluta yfirstandandi árs. Þeirri vinnu þarf því að ljúka á næstu 6 vikum ef virða á fjárlög.

Bæjarstjórn kallar eftir áhuga og aðgerðum þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem kjörnir eru í Suðurkjördæmi. Samgöngur eru á ábyrgð og verksviði ríkisins og mikilvægt að þingmenn og samgönguyfirvöld axli þá ábyrgð sem slíku fylgir.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Jóhanna Ýr Jónsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201411034 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Forseti bæjarstjórnar Hildur Sólveig Sigurðardóttir las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2014:

Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 32.514.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 111.472.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 9.115.964.000
Eigið fé kr. 5.947.504.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 47.274.014
Rekstrarafkoma ársins kr. 49.002.374
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.455.107.654
Eigið fé kr. 1.217.977.258


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði(neikvæð) kr. -9.624.227
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -58.644.961
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 191.709.609
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -1.301.608.055


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 35.278.095
Rekstrarafkoma ársins kr. 24.133.810
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 557.628.200
Eigið fé kr. 232.786.369e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -17.717.939
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -29.394.364
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 103.211.681
Eigið fé (neikvætt) kr. -230.645.226f) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -2.987.339
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -3.015.772
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 200.000
Eigið fé kr. ( - neikvætt ) -4.068.124


g) Ársreikningur Vatnsveitu 2014:

Heildartekjur kr. 16.000.000
Heildargjöld kr. -16.000.000
Rekstrarniðurstaða kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 464.000.000
Eigið fé kr. 464.000.000h)Ársreikningur Heimaey kertaverksmiðju 2014:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -27.097
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 20.395.771
Eigið fé (neikvætt) kr. -32.677.153Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa niðurstöðutölum ársreiknings til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

3.

201504003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3000 frá 15. apríl s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201504005F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3001 frá 15. apríl s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liðir 1 - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201503012F - Fræðsluráð nr. 274 frá 31. mars s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201504001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 223 frá 13. apríl s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159