15.04.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 161

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 161. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.

201501042 - Sískráning barnaverndarmála 2015

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í mars 2015

 

Í mars bárust 10 tilkynningar vegna 10 barna. Þar af voru 6 tilkynningar vegna vanrækslu, 2 tilkynningar vegna ofbeldis gegn barni og 2 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 9 barna af 10 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

201503081 - Reglur um verktakagreiðslur í málaflokki fatlaðs fólks

 

Lagðar eru fram reglur um verktakagreiðslur þar sem samið er um þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu og um málefni fatlaðs fólks.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

 

   

5.

201504033 - Atvinnumál fatlaðs fólks - fjöliðjan Heimaey

 

Tillaga um endurskipulagningu á atvinnumálum fatlaðs fólks með stofnun fjöliðju

 

Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að starfsemi verndaðrar vinnu og dagvistun/hæfing verði sameinuð í einni fjöliðju í húsnæði Kertaverksmiðjunnar. Þar verður annars vegar boðið upp á vinnustað þar sem framleiðsla og vinnsla fer fram auk atvinnu með stuðningi, og hins vegar hæfing/dagvistun þar sem einstaklingar með mikla fötlun fá einstaklingsbundna leiðsögn. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að fylgja henni eftir.

 

   

6.

201503131 - Ósk um að hafa sundlaugina lengur opna á meðan Tm- og Orkumótið standa yfir og fl.

 

Fyrir liggur erindi frá ÍBV-íþróttafélagi.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð frestar erindinu og felur framkvæmdastjóra sviðsins að koma með nánari upplýsingar á næsta fund ráðsins.

Síðari hluta erindisins er vísað til Umhverfis- og skipulagsráðs.

 

   

7.

201503097 - Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2015

 

Vestmannaeyjabær og SAMAN-hópurinn hafa í gegnum árin átt gott samstarf varðandi forvarnir og velferð barna. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir fjárstuðning að upphæð 50.000 kr.

 

   
                                                                                  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159