31.03.2015

Fræðsluráð - 274

 
 Fræðsluráð - 274. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. mars 2015 og hófst hann kl. 16.30

  

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Bjarni Ólafur Guðmundsson 3. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Alda Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Guðjón Örn Sigtryggsson sat fundinn sem varafulltrúi E-listans. Ólöf A. Elíasdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi stjórnenda grunnskólans. Alda Gunnarsdóttir yfirgaf fundinn eftir fyrsta mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201304072 - Staða leikskóla og dagvistarmála.

 

Erindi frá foreldrum ungra barna í Vestmannaeyjum (2014 árgangur).

 

Fræðsluráð þakkar fyrir erindið frá foreldrum barna í 2014 árgangi. Í vetur var auglýst eftir fleira fólki til að taka að sér daggæslu í heimahúsum, en viðbrögð við þeim voru lítil. Því var gripið til þess ráðs að opna gæsluvöllinn Strönd tímabundið fyrir daggæslu. Þar eru nú 10 börn í vistun fram á sumar.
Í ljósi stöðunnar leggur fræðsluráð til að stofnaður verði stýrihópur til að fara yfir daggæsluúræðin í heild, meta stöðuna og leita lausna til skemmri og lengri tíma. Hópurinn skal skila tillögum þess efnis fyrir 8. maí n.k.
Stýrihópinn skipa: Trausti Hjaltason formaður fræðsluráðs, Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður fræðsluráðs, Gunnar Þór Guðbjörnsson fulltrúi E-lista í fræðsluráði og Erna Jóhannsdóttir fræðslufulltrúi.

 

   

2.

201004011 - Samræmd könnunarpróf.

 

Fræðslufulltrúi sagði frá nýútkominni skýrslu námsmatsstofnunar um niðurstöður samræmdra könnunarprófa haustið 2014. Ráðið þakkar kynninguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

3.

201503150 - Heimsókn fræðsluráðs til Einsa kalda

 

Greint frá heimsókn fræðsluráðs til Einsa kalda.

 

Fræðsluráð, ásamt starfsmönnum skólaskrifstofu, heimsótti Einsa kalda nýverið. Einsi Kaldi eldar skólamáltíðir fyrir rúmlega 450 nemendur í Vestmannaeyjum. Fræðsluráð þakkar Einsa fyrir hlýjar móttökur og fróðlegar upplýsingar.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.02

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159