19.03.2015

Bæjarstjórn - 1496

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1496. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

19. mars 2015 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Jórunn Einarsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

 

 

 

 

   

1.

201502007F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 159 frá 18. febrúar s.l.

 

Liður 4 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Jórunn Einarsdóttir tók til máls við umræðu málsins og lagði fram svohljóðandi bókun:
Í sumar útskrifaðist Anna Kristín Magnúsdóttir eyjamær sem arkitekt frá Háskólanum í Álaborg. Lokaverkefni hennar var sameining leikskóla og íbúða fyrir eldri borgara.
Hugmyndin finnst mér frábær og vel til þess fallin að skoða nánar. Sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem hér eru varðandi leikskólamál og húsnæðismál eldri borgara. Anna Kristín leggur áherslu á að lagt sé upp með það að markmiði að fá sem mest út úr báðum aldurshópum þar sem börnin færa þeim eldri orku og þau eldri geta miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna. Þessi þróun á að minnka æskudýrkun og varðveita tungumálið um leið. Hægt væri með þessu að slá tvær flugur í einu höggi og fara af stað með metnaðarfullt verkefni fyrir yngstu og elstu íbúa sveitarfélagsins. Það væri vel við hæfi að fá Önnu Kristínu til að kynna verkefnið fyrir bæjarstjórn líkt og hönnuður Eldheima gerði á sínum tíma en sú kynning leiddi til byggingu Eldheima.
Ég hef rætt við Önnu Kristínu og hún er tilbúin að fá að kynna fyrir okkur þessa hönnun sína.
Anna Kristín er væntanleg til Íslands í sumar og ég legg því til við bæjarstjórn, ásamt þeim sem að málið varðar að fá hana til að kynna verkefni sitt fyrr en seinna.
Ég legg því til að Anna Kristín verði boðuð til fundar við bæjaryfirvöld.
Jórunn Einarsdóttir (sign)

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 og 5-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201502008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 220 frá 2. mars s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201502011F - Fræðsluráð nr. 273 frá 3. mars. s.l.

 

Liður 3 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2 og 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
liðir 1,2 og 4-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201503001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2998 frá 3. mars s.l.

 

Liðir 1,2 og 3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu í lið 2 lagði E listinn fram svohljóðandi bókun:
Eyjalistinn harmar niðurskurðaraðgerðir Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að þær ná að stórum hluta til málefna fatlaðra og ungs fólks. Þetta þykir okkur alvarleg staða og afleit forgangsröðun. Við viljum minna á að enn eru ekki allir tekjustofnar sveitarfélagsins nýttir að fullu. Við síðustu fjárhagsáætlunargerð var lögð fram tillaga um að fullnýta tekjustofnana þegar ljóst var í hvað stefndi.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði tillögunni og má gera ráð fyrir því að Vestmannaeyjabær verði af allt að 70 milljónum. Þá eru ekki taldar þær tekjur sem við verðum af frá jöfnunarsjóði vegna ófullnýttra tekjustofna. Það er okkar mat að fulltrúar Sjálfstæðiflokks þurfi að gera grein fyrir því hvers konar þjónusta er talin mikilvæg fyrir Vestmannaeyinga.

Jórunn Einarsdóttir (sign)
Stefán Ó. Jónasson (sign)


D listinn lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent fulltrúum E-lista á að gjaldtaka á heimili í Vestmannaeyjum er ekki keppikefli í rekstri sveitarfélagsins. Þvert á móti vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kappkosta að hagræða eins og kostur er og hlífa þannig heimilum í Vestmannaeyjum við gjaldtöku umfram það sem nauðsynlegt er. Á árinu 2014 skilaði lækkað útsvar um 70 milljónum sem verða eftir hjá heimilum. Það er búbót svo um munar.
Fullyrðingar um að hagræðingaaðgerðir falli að stórum hluta á málefni fatlaðra og ungs fólks eru hreinlega ósannar. Langstærstu hagræðingaraðgerðirnar eru í rekstri stjórnsýslu. Þær hagræðingar sem E-listi hefur fordæmt mest eru fólgnar í auknum tekjum verndaðs vinnustaðar og samningum við Endurvinnsluna þar að lútandi.
Hvað varðar fulllyrðingar E-lista um áhrif lækkaðs útsvars á jöfnunarsjóð þá óska bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að E-listinn leggi fram útreikninga sem styðja þá fullyrðingu á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki lofað því að útsvar verði áfram jafn lágt og nú er. Þeir geta heldur ekki lofað því að fasteignaskattar verði ekki hækkaðir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta hins vegar lofað því að þeir munu áfram standa í vegi fyrir því að E-listinn seilist eins langt í vasa bæjarbúa og tillögur þeirra gera ráð fyrir.

Hildur S. Sigurðardóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)

Liður 2 var samþykktur með fimm atkvæðum. Jórunn Einarsdóttir og Stefán Ó. Jónasson greiddu atkvæði á móti.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 4-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201503004F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 178 frá 6. mars s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201503003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 221 frá 16. mars s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 3-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

201503080 - Jórunn Einarsdóttir óskar eftir lausn frá störfum sem fulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja frá 1. apríl n.k. vegna flutnings.

 

Erindi frá Jórunni Einarsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi frá og með 1. apríl n.k.


Var það samþykkt með sex atkvæðum. Elliði Vignisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og þakkaði Jórunni fyrir gott samstarfs á liðnum árum.

 

       

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.13

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159