18.03.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 160

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 160. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. mars 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.

201501042 - Sískráning barnaverndarmála 2015

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í febrúar 2015

 

Í febrúar bárust 8 tilkynningar vegna 8 barna. Þar af voru 2 tilkynningar vegna ofbeldis gegn barni og 6 vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra 8 barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Yfirlit yfir tilkynningar ársins 2014

 

Fyrir lá yfirlit frá yfirfélagsráðgjafa yfir tilkynningar á árinu 2014. Samtals bárust 115 tilkynningar á sl. ári sem er talsverð fækkun frá árunum á undan (31% fækkun frá fyrra ári) og hafa tilkynningar ekki verið færri frá árinu 2006 þegar 111 tilkynningar bárust.

Tilkynningum vegna vanrækslu og áhættuhegðunar barns fækkar mest en tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fækkar nokkuð minna.

Af einstökum hópum tilkynnenda fækkar tilkynningum hlutfallslega mest frá lögreglu annars vegar og hins vegar frá ættingjum, foreldrum eða barninu sjálfu. Á árinu 2014 voru mál 60 barna til vinnslu hjá starfsmönnum barnaverndar en árið á undan voru þau 67 talsins.

 

   

3.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

5.

200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar

 

Fyrirkomulag vinnuskóla Vestmannaeyja fyrir árið 2015 kynnt.

 

Ráðinu kynnt tillaga að fyrirkomulagi vinnuskólans sumarsins 2015. Ráðið samþykkir hækkun launa um 7%, sem og breytingu á vinnutíma og vinnutímabilum. Foreldrum barna í árgöngum 1999-2001 verður sent kynningarbréf á næstu dögum.

 

   

6.

201502069 - Búningsaðstaða mfl. karla í knattspyrnu í Týsheimilinu

 

Erindi frá knattspyrnuráði meistaraflokks karla þar sem óskar er eftir því að einn búningsklefinn verði til umráða fyrir leikmenn meistaraflokks karla eingöngu.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur vel í erindið svo framarlega sem stjórn ÍBV-íþróttafélags sé því sammála og að það leiði ekki til frekari kostnaðarauka fyrir Vestmannaeyjabæ. Ráðið felur forstöðumanni íþróttahúss að fylgja málinu eftir.

 

   

7.

201411001 - Beiðni um frían aðgang mótsgesta ÍBV íþróttafélags að sundlaug

 

Framhald af 8. máli 154. fundar Fjölskyldu- og tómstundaráðs dagsett 12. nóvember 2014.

 

ÍBV íþróttafélag óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að sundi fyrir gesti félagsins á mótum sem haldin eru í Eyjum.

Vestmannaeyjabær leggur þegar til gjaldfrjálsan aðgang í sund fyrir mótsgesti á Shell- og pæjumóti sem og fyrir leikmenn meistaraflokka karla og kvenna og er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun bæjarins. Að auki leggur Vestmannaeyjabær til töluverðan aukakostnað í mannahaldi og annan kostnað vegna móta.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir ekki frekari niðurgreiðslur vegna móta á vegum ÍBV íþróttafélags og bendir á að félaginu stendur til boða aðgangur fyrir mótsgesti á lægstu kjörum.

                                                                                          

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159