03.03.2015

Fræðsluráð - 273

 
Fræðsluráð - 273. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. mars 2015 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir framkvstj.sviðs, Sigurlás Þorleifsson embættismaður, Stefán Sigurjónsson starfsmaður sviðs, Alda Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri sat fundinn í fyrsta máli og fulltrúar nemendaráðs Grunnskólanna, Selma Þöll Guðjónsdóttir og Maríanna Ósk Jóhannsdóttir og Tryggvi Már Sæmundsson voru gestir fundarins og yfirgáfu hann eftir fyrsta mál. Áheyrnarfulltrúar leikskólanna yfirgáfu fundinn eftir fyrsta mál. Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra yfirgaf fundinn eftir fyrsta mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201411027 - Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum.

 

Framhald af 5. máli frá 271. fundi.

 

Fræðsluráð felur samstarfshópi að vinna áfram að framgangi málsins.

 

   

2.

201502085 - Breytingar á sumarlokun leikskólanna

 

Bréf frá formönnum foreldrafélaga leikskólanna.

 

Bréf frá formönnum foreldrafélaga leikskólanna.
Óskað er eftir að sumarlokun leikskólans færist til um eina viku og verði frá 17. júlí til og með 14. ágúst (skólarnir opni aftur 17. ágúst). Rök eru færð fyrir því að líklegt sé að færri börn fædd 2009 þurfi að koma aftur í leikskólann áður en þau hefja grunnskólanám. Gerðar hafa verið kannanir meðal foreldra leikskólabarna varðandi framangreinda ósk, þar var niðurstaðan afgerandi, foreldrar voru fylgjandi breytingunni. Ráðið samþykkir að breyta sumarlokuninni og hvetur leikskólana til að kynna fyrirhugaða breytingu vel innan síns skóla.

 

   

3.

201304072 - Staða leikskóla og dagvistarmála.

 

Kynning.

 

Kynning. Markmið Vestmannaeyjabæjar um að börn sem verða orðin18 mánaða 1. september n.k. fái leikskólapláss, mun nást. Bréf til forráðamanna barnanna með boði um að leikskóladvöl barnsins geti hafist í haust hafa verið send. Jafnframt er óskað eftir að forráðamenn hafi samband við leikskólana sem fyrst til að láta vita hvort þeir hyggist nýta sér boðið svo að hægt sé að halda áfram með skipulagningu leikskólanna fyrir næsta vetur. Talsverður skortur hefur verið á daggæsluforeldrum og því eru einstaklingar sem hafa áhuga á slíkum verkefnum hvattir til að afla sér upplýsinga og sækja um leyfi til að taka að sér daggæslu í heimahúsi.

 

   

4.

201502130 - PISA 2015

 

Kynning á PISA 2015

 

Fimmtudaginn 5. mars n.k. munu allir grunnskólanemendur sem verða 16 ára á árinu taka þátt í PISA 2015. Þetta er stærsta grunnskólapróf heims sem yfir hálf milljón 15-16 ára nemenda í 79 löndum svara. PISA er langtíma rannsókn á færni nemenda sem hefur verið í gangi í öllum OECD löndunum frá árinu 2000. Aflað er gagna á þriggja ára fresti og nú í ár er áhersla á að meta læsi nemenda í náttúrufræði, kennsluhætti og viðhorf tengd náttúrufræði en einnig er metinn lesskilningur, læsi á stærðfræði og færni í að leysa verkefni og þrautir í gegnum samvinnu.

 

   

5.

201503005 - Lífshlaupið 2015

 

Kynning á átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem fór fram milli 4. og 17. debrúar.

 

Lífshlaupið er átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Átak þessa árs stóð yfir frá 4. til 17. febrúar. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti en æskilegt þykir að fullorðnir hreyfi sig í a.m.k. 30 mínútur á dag og börn a.m.k. 60 mínútur á dag.
Grunnskóli Vestmannaeyja tók þátt í flokki skóla með 500 nemendur o. fl. og hafnaði í 2. sæti. Þegar samantekt skráðrar hreyfingar er deilt á alla nemendur skólans náði GRV 10,61 degi en mest var hægt að ná 14 dögum. Þátttaka starfsmanna í Lífshlaupinu var einnig góð.

Ráðið óskar GRV til hamingju með frábæran árangur.

 

   

6.

200806062 - Tónlistarskólinn

 

Ársskýrsla Tónlistarskóla Vestmannaeyja skólaárið 2013-2014 lögð fram.

 

Ráðið þakkar kynninguna. Skýrsluna verður hægt að nálgast á heimasíðu Tónlistarskólans.

 

   

7.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Eitt mál tekið fyrir

 

   

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159