19.02.2015

Bæjarstjórn - 1495

 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja – 1495. fundur haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
19. febrúar 2015 og hófst hann kl. 18:00
 
Fundinn sátu:
Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti og Jóhanna Ýr Jónsdóttir 1. varamaður.
 
Fundargerð ritaði:    Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri
 
 
Dagskrá:
 
1.      201501016F – Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 158 frá 28. janúar s.l.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
2.      201501001F – Framkvæmda- og hafnarráð nr. 176 frá 30. janúar s.l.
Liðir 1-3 og 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1-3 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
3.      201501015F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 218 frá 2. febrúar s.l.
Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
4.      201502001F – Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2996 frá 3. febrúar s.l.
Liðir 1 og 3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2, 4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2, 4 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
5.      201502004F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 177 frá 13. febrúar s.l.
Liðir 1og 2 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 3 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
6.      201502003F – Umhverfis- og skipulagsráð nr. 219 frá 16. febrúar s.l.
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
7.      201502005F – Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2997 frá 17. febrúar s.l.
Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-10 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
 
Í umræðu um lið 2 var eftirfarandi tillaga var lögð fram.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir, að stað áætlaðra framkvæmda við endurgerð Fiskiðjunnar að upphæð 120 milljón kr. sbr. fjárhagsáætlun ársins 2015, bókhaldslykill 32-11, verði gert ráð fyrir hönnun og stækkun Hraunbúða, með breytingum á fjárhagsáætlun úr 2 milljón kr. Bókhaldslykill 65-11-4970, í 122 milljón kr..
 
Vestmannaeyjum 19. febrúar 2015.
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Jóhanna Ýr Jónsdóttir (sign)
 
Tillagan var felld með 5 atkvæðum D-listans gegn 2 atkvæðum E-listans.
 
Eftirfarandi bókun var lögð fram.
Bæjarfulltrúar meirihlutans benda fulltrúum E-listans á að beðið er eftir svörum frá Framkvæmarsjóði aldraðra um það hvort  styrkur fáist frá sjóðnum til að ráðast í framkvæmdir. Þá er einnig unnið að samningum við HSU varðandi nýtingu á 7 hjúkrunarrýmum sem eru staðsett á HSU. Mikilvægt er að klára þá vinnu áður en ráðist er í tilviljanakenndar breytingar á verkferlum. Bæjarfulltrúar D-lista vilja einnig ítreka það sem áður hefur komið um að stefnumótun í málefnum aldraða hefur hingað til verið unnin á faglegum forsendum en ekki flokkpólitískum. Seinast í gær fundaði stýrihópur um málefni aldraða og þar eins og í öll önnur skipti samþykkti fulltrúi E-lista allt sem fram kom án nokkura vísbendinga um ósætti eða ábendinga um að E-listi teldi fjármagns vant. Að lokum skal ítrekað að framvinda í málefnum aldraðra strandar ekki á fjármagni og tillaga E-lista er því til þess eins að taka málefni úr farvegi sátta og setja í farveg átaka.  Í því mun D-listi ekki taka þátt.
 
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
 
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
 
Ef þetta er ekki spurning um að þetta  strandi á fjármagni af hverju er verið bíða eftir svari frá Framkvæmdarsjóði aldraðra? Þetta verkefni er bara orðið svo brýnt í Vestmannaeyjum í dag að við teljum mikilvægt að leggja meiri kraft í þetta. Góð samvinna í stýrihópi hefur ekkert með þessa tillögu að gera. Þau eru að vinna að lausnum til framkvæmda og hefur sá hópur unnið gott starf. Öll peningavöld liggja aftur á móti hjá bæjarstjórn. Því má ekki draga heilindi fulltrúa E-lista í stýrihópi í efa.
Stefán Óskar Jónsson (sign)
Jóhanna Ýr Jónsdóttir (sign)
 
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
 
Meirihlutinn ítrekar það sem áður hefur komið fram um að í málefnum sveitarfélagsins er vönduð stjórnsýsla tekin alvarlega. Það verður að teljast með öllu óábyrgt að leggja til að ráðist verði í framkvæmdir við hjúkrunarheimili án þess að fyrir liggi samningur um rekstur við ríkið sem er ábyrgt fyrir slíku. Sérstaka undrun vekur að tillaga um slíkt komi fram þegar fyrir liggja áætlanir um að ráðast í síkar samningaviðræður.  Þrátt fyrir þetta upphlaup E-lista mun meirihluti D-lista áfram leggja áherslu á samstarf við hagsmunaaðila með það að markmiði að nýta árið 2015 til undirbúnings í málefnum aldraðra til að verklegar framkvæmdir geti hafist árið 2016.
 
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
 
Liður 2 var samþykktur með fimm atkvæðum D-lista, bæjarfulltrúar E-listans sátu hjá.
Liðir 1 og 3-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.06
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159