18.02.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 159

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 159. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. febrúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í desember 2014

 

Í desember bárust 2 tilkynningar vegna 2 barna. Báðar tilkynningarnar fjölluðu um áhættuhegðun barns. Mál annars barnsins var til frekari meðferðar.

 

   

2.

201501042 - Sískráning barnaverndarmála 2015

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í janúar 2015

 

Í janúar bárust 7 tilkynningar vegna 6 barna. Þar af var 1 tilkynning vegna vanrækslu, 3 vegna áhættuhegðunar barns og 3 vegna ofbeldis gegn barni. Mál allra 6 barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200809053 - Málefni eldri borgara

 

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

 

Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra og deildarstjóra öldrunarmála framhald málsins.

 

   

5.

200703099 - Þjónustuhópur aldraðra

 

Fyrir liggur skýrsla vinnuhóps sem Fjölskyldu- og tómstundaráð skipaði um tillögur til úrbóta á þjónustu við fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma.

 

Ráðið þakkar vinnuhópnum fyrir skýrsluna og kynninguna á henni. Framkvæmdastjóra og deildarstjóra öldrunarmála er falið að vinna að áframhaldi málsins.

 

   

6.

201206115 - Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

 

Umræður um áframhald NPA þjónustunnar.

 

Ráðið þakkar kynningu frá starfsmönnum.

 

   

7.

201001048 - Ósk um styrk

 

Beiðni um styrk til áfangaheimilisins Dyngjunnar

 

Fjölskyldu -og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að einstaklingar sem sækja meðferð á áfangaheimilinu Dyngjunni geta sjálfir sótt um fjárhagsaðstoð hjá Vestmannaeyjabæ vegna meðferðar sinnar.

 

                                                                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159