13.02.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 177

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 177. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
13. febrúar 2015 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Birgitta Kristjánsdóttir, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Stefán Óskar Jónasson, Ólafur Þór Snorrason og Sigurður Smári Benónýsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201403040 - Deiliskipulag á hafnarsvæði H-1.
Sigurður Smári Benónýsson kynnti tillögu að deiliskipulagi Hafnarsvæði H-1.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.
 
2. 201501070 - Ljósmál-heimildarmynd um sögu vita á Íslandi
Fyrir lá erindi frá Landmark kvikmyndagerð þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð heimildarmyndar um vita á Íslandi
Ráðið getur því miður ekki orðið við erindinu.
 
3. 201410081 - Umsókn um stækkun á byggingareit Kleifum 2.
Lögð voru fram ný gögn til kynningar vegna stækkunar á frystiklefa Vinnslustöðvarinnar að Kleifum 2.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159