30.01.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 176

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 176. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:00
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs og Sindri Ólafsson varamaður.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Sindri Ólafsson vék af fundi í þriðja máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201501023 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2014
Fyrir lá ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2014. Fram koma að engin útköll voru vegna eldsvoða á árinu en útköll voru samtals 8.
Ráðið þakkar Slökkviliðinu góð störf við neyðarhjálp og forvarnir og lýsir yfir ánægju með að engin brunaútköll voru á árinu 2014.
 
 
2. 201501033 - Landaður afli í Vestmannaeyjum
Lagðar voru fram tölur yfir landaðan afla í Vestmannaeyjum árin 2012-2014. Fram kom að heildarafli hefur minnkað úr 233 þúsund tonnum árið 2012 niður í 138 þúsund tonn árið 2014. Mestu munar um samdrátt í loðnuafla en minnkun aflamagns er í flestum tegundum.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af samdrætti í lönduðum afla og minnir enn og aftur á mikilvægi þess að treysta undirstöður sjávarbyggða á Íslandi.
 
 
3. 201501003 - Olíuslys 2.janúar 2015 Sigurður VE 15
Framkvæmdastjóri upplýsti um mengunarslys sem varð 2.janúar þar sem soraolía lak í sjóinn þegar verið var að dæla úr Sigurði VE. Fram kom að slöngutengi hafði gefið sig með þessum afleiðingum. Svo virðist sem hreinsunarstarf hafi gengið vel í samvinnu við Olíudreifingu.
Jafnframt upplýsti framkvæmdastjóri að hafin væri vinna við gerð mengunarvarnaáætlunar fyrir Vestmannaeyjahöfn.
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fylgja eftir framvindu málsins ef í ljós kemur frekara tjón. Jafnframt hvetur ráðið fyrirtæki sem starfa við höfnina að tryggja að starfsmenn þeirra séu meðvitaðir um rétt viðbrögð við óhöppum sem þessum.
 
 
4. 201501051 - Skýrsla um samvinnu og sameiningu hafna 2014
Lögð fram skýrsla Hafnarsambands Íslands um könnun sem framkvæmd var meðal hafna á Íslandi um möguleika á samstarfi eða sameiningu hafna á Íslandi.
 
 
5. 201501071 - Sjóvarnagarður Eiði
Rætt um rof á sjóvarnargarði á Þrælaeiði sem kom í óveðri 24-25.jan sl. Fram kom að styrking á sjóvarnargarði hefur verið á Samgönguáætlun og stefnt var að því að fara í verkið í vor. Bráðabirgðaviðgerð er lokið.
 
 
6. 201306001 - Vestmannabraut, gatnagerð 2013
Fyrir lá uppgjör vegna kostnaðar við gatnagerð og lagfæringar á Vestmannabraut 2013-2014. Fram kom að heildarkostnaður var 107 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir fjármagni að upphæð 103 milljónir króna til verksins.
Ráðið þakkar upplýsingar.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159