23.01.2015

Bæjarstjórn - 1494

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1494. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

23. janúar 2015 og hófst hann kl. 16.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Trausti Hjaltason aðalmaður, Jórunn Einarsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Margrét Rós Ingólfsdóttir 1. varamaður og Sigursveinn Þórðarson 2. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð fræðsluráðs nr. 272 frá 22. janúar s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201501046 - Umræða um sjávarútvegsmál

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram m.a. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, Alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.
Hildur Sólveg Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Sigursveinn Þórðarson (sign)
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201501047 - Umræða um Fiskiðjureitinn

 

Bæjarstjórn fjallaði um skipulag í miðbænum með áherslu á svokallaðan Fiskiðjureit.

Bæjarstjórn telur að á komandi árum vakni mörg  frekari tækifæri til eflingar á miðbæ. Í þeirri eflingu þarf að horfa sérstaklega til samþjöppunar verslunar og tengdrar þjónustu auk fjölgunar íbúðarhúsnæðis bæði í sérbýli sem og í fjöleignarhúsum.

Bæjarstjórn felur umhverfis- og skipulagsráði að gæta áfram hagsmuna sveitarfélagsins í því sem snýr að skipulagsmálum í miðbænum.

Afgreiðsla málsins var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Kosið um varamenn í ráðum og nefndum.
Varamaður í bæjarráð í stað Páls Marvins Jónssonar
Varamaður í stað Birnu Þórsdóttur sem skrifara bæjarstórnar
Varamaður á aðalfund SASS í stað Hildar S. Sigurðardóttur
Varamaður í stað Sigurlaugar Böðvarsdóttur sem óskar eftir því að hætta sem varamaður í fjölskylduráði þar sem hún starfar nú á Hraunbúðum.

 

Varamaður í bæjarráð í stað Páls Marvins Jónssonar
Verður Birna Þórsdóttir
Varamaður í stað Birnu Þórsdóttir sem skrifara bæjarstórnar verður Trausti Hjaltason
Varamaður á aðalfund SASS í stað Hildar S. Sigurðardóttur verður Dóra Kristín Guðjónsdóttir
Varamaður í fjölskylduráði verður Sonja Andrésdóttir í stað Sigurlaugar Böðvarsdóttur sem óskar eftir því að hætta sem varamaður. Sem varamaður í stað Sonju Andrésdóttur í fræðsluráði verður Guðjón Sigtryggsson.

Voru þessar breytingar á varamönnum samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201501014F - Fræðsluráð nr. 272 frá 23. janúar s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. Leiksskóla-og daggæslumál.
Bæjarstjórn fagnar viðbrögðum fræðsluráðs og samþykkir fyrir sitt leiti að daggæsluúrræði verði aukin tímabundið með því að opna daggæsluúrræði við gæsluvöllin Strönd fram að vori. Bæjarstjórn leggur áherslu á að leitað verði leiða til að mæta þessum aukna kostnaði (3 til 4 milljónir) með breytingum á fjárhagsáætlun án þess að heildar útgjöld verði aukin og felur bæjarráði að útfæra leiðir til þess að svo verði.
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201501004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2995 frá 13. janúar s.l.

 

Liðir 1,2 og 4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3 og 5 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 3 og 5-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201501003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 157 frá 14. janúar s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
2-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1, málefni eldri borgara.
Bæjarstjórn tekur fyrir sitt leyti undir þau sjónarmið sem fram koma í áliti stýrihóps um málefni eldri borgara og telur brýnt að hefjast sem fyrst handa og stefna að fullri innleiðingu á aðgerðaráætlun á 2 til 4 árum. Æskilegt væri að nýta árið 2015 til undirbúnings, hönnunar og samningagerðar og hefja verklegar framkvæmdir og innleiðingu nýrra þjónustuþátta árið 2016.
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.


Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201501005F - Fræðsluráð nr. 271 frá 15. janúar s.l.

 

Liður 3 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2 og 4 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var tekin fyrir undir lið 1 í fundargerð fræðsluráðs nr. 272 frá 22. janúar s.l.sem tekin var inn með afbrigðum þar sem um sama mál er að ræða.(mál nr.201501044)

Liðir 1,2 og 4-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201501010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 217 frá 19. janúar s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 7 liggur fyrir til kynningar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.28

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159