22.01.2015

Fræðsluráð - 272

 
 

 

Fræðsluráð - 272. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

22. janúar 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson aðalmaður, Gígja Óskarsdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201501044 - Tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd.

 

Tillaga um opnun á tímabundnu daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd.

 

Fyrir ráðinu lá minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem lagt er til að tafarlaust verði opnað daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd til að mæta uppsafnaðri þörf á slíku úrræði. Enn fremur kemur þar fram að nú þegar sé komin biðlisti eftir daggæslu, sem skapast hefur þar sem dagmæður hafa ekki fengist til starfa þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Ráðið beinir því til framkvæmdastjóra að opna slíkt bráðabirgðaúrræði svo fremi sem samþykki fyrir fjárveitingu fáist hjá bæjarstjórn eða bæjarráði.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.18

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159