14.01.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 157

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 157. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs og Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.

200809053 - Málefni eldri borgara

 

Kynning á vinnu sem verið hefur í gangi varðandi málefni eldri borgara.

 

Bæjarstjóri kynnir þá vinnu sem er í gangi varðandi málefni eldri borgara. Fjölskyldu -og tómstundaráð þakkar kynninguna.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

201411044 - Auglýst eftir tilboði í leigu á húsnæðisaðstöðu Íþróttamiðstöðvar

 

Framkvæmdastjóri kynnir niðurstöður varðandi leigu á húsnæði Íþróttamiðstöðvar.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

200901010 - Stuðningsfjölskyldur - málefni fatlaðs fólks

 

Drög að breyttum reglum um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun.

 

Fjölskyldu -og tómstundaráð samþykkir breyttar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun.

 

   

5.

201407045 - Tilraunaverkefni um innleiðingu ESTER matstækisins í störf barnaverndarnefnda

 

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnir erindi frá Barnaverndarstofu um innleiðingu ESTER matstækisins.

 

Fyrir liggur tilboð frá Barnaverndarstofu um þátttöku barnaverndarnefnda á landinu í tilraunaverkefni um innleiðingu ESTER matskerfis í barnavernd.

ESTER, sem er sænskt að uppruna, er matskerfi og er einkum ætlað barnaverndarstarfsfólki, heilbrigðisstarfsfólki, skólafólki og fleiri aðilum sem vinna með börnum. ESTER er byggt upp sem annars vegar skimun og hins vegar sem skráning á markvissri meðferðarvinnu, mati á styrkleikum og tækifærum í umhverfi barnsins og mati á því hvort og hvaða aðgerðir skila árangri í meðferðarstarfi í barnavernd.
Barnaverndarstofa hyggst nú innleiða matskerfið í barnaverndarvinnu hérlendis og hvetur barnaverndarnefndir til að taka þátt í tilraunaverkefninu sem stendur yfir í tvö ár.

Fjölskyldu -og tómstundaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

 

   

6.

201501001 - Fjárbeiðni Stígamóta 2015

 

Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi Vestmannaeyjabæjar um rekstur Stígamóta.

 

Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 60.000 kr. styrk.

 

   
                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159