19.12.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 175

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 175. fundur 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
19. desember 2014 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Birgitta Kristjánsdóttir, Stefán Óskar Jónasson, Sindri Ólafsson og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fund kl. 13.00
 
Dagskrá:
 
1. 201412046 - Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2015
Fyrir liggja drög að gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs árið 2015. Fram kemur að sorpförgunargjald mun hækka um sem nemur 3,83% sem er hækkuna á LV og NV. Sorphirðu og sorpeyðingargjald íbúða mun hækka um 2927 kr. sem er tilkomin vegna vísitöluhækkana og aukins sorpmagns frá heimilum.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
 
 
2. 201412050 - Eftirlit með móttöku úrgangs frá skipum
Farið yfir vinnulag, verkferla og gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Ljóst er að umsýsla vegna nýrra laga um eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum skv tilskipun ESB nr 2000/59/EB, laga nr.33/2004 og reglugerð nr.792/2004 mun lenda á starfsmönnum hafnarinnar og var lögð fram tillaga að gjaldskrá til að mæta þeim kostnaði sem af því hlýst.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og felur framkvæmdastjóra að kynna málið fyrir viðeigandi aðilum.
 

3. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir liggur verkfundagerð nr.34 vegna Eldheima frá 17.desember 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
4. 201410081 - Umsókn um stækkun á byggingareit Kleifum 2.
Endurnýjað erindi Vinnslustöðvarinnar frá síðasta fundi ráðsins. Óskað er eftir umsögn vegna breytinga á hæðarpunktum. Erindi er vísað til umsagnar Framkvæmda- og hafnarráðs frá Umhverfis- og skipulagsráði.
Ráðið fellst ekki á hækkun á mænishæð. Bent skal á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er mænishæð 13 metrar og mælist ráðið til að því sé fylgt. Einnig óskar ráðið eftir að þakformi fyrirliggjandi byggingar á lóð verði fylgt.
 
 
5. 201412066 - Afskriftir viðskiptakrafna Vestmannaeyjahafnar 2014
Fyrir lá bréf frá Helga Bragasyni lögmanni þar sem lagt er til að Vestmannaeyjahöfn felli niður útistandandi viðskiptakröfur að upphæð kr. 329.515 þar sem innheimtuaðgerðir hafi ekki borið árangur.
Ráðið samþykkir að afskrifa fyrirliggjandi kröfur í bókhaldi Vestmannaeyjahafnar árið 2014.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.15
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159