04.12.2014

Bæjarstjórn - 1492

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1492. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

4. desember 2014 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páley Borgþórsdóttir aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Jórunn Einarsdóttir aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 2993 frá 4. desember. Var það samþykt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201409094 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum, og sérsamþykktum sem orðið hafa á fjárhagsáætluninni á milli umræðna. Einnig kom fram hjá Elliða að fyrirliggjandi væru hagræðingaraðgerðir sem lagðar yrðu fram í janúar 2015.

Tillaga Eyjalistans um frístundakort sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2015 var lögð fram til atkvæðagreiðslu.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Stefánsson greiddu atkvæðu með tillögunni.
D listinn lagði fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú er í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar telur meirihluti bæjarstjórnar ekki forsvarandi að auka útgjöld til íþrótta- og tómstundamála um 16 milljónir. Minni hlutanum er eins og öðrum kunnugt um að í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er stefnt að hagræðingu um 1,5% af heildarrekstri samstæðu eða rúmlega 60 milljónir. Slíkt er ekki gert af léttúð heldur illri nauðsyn þar sem mikil óvissa er með tekjuáætlun komandi árs. Að öðru óbreyttu myndi samþykkt á tillögu minnihlutans leiða til þess að fara þyrfti í niðurskurð upp á um 78 milljónir. Slíkt hefði að mati undirritaðra í för með sér sársaukafullar aðgerðir fyrir þjónustuþega Vestmannaeyjabæjar. Með hliðsjón af þessari stöðu hafnar meirihlutinn tillögunni a.m.k. þar til sýnt verður fram á að rauntekjur komandi árs verði umfram það sem nú hefur verið áætlað.
Páll Marvin Jónsson (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)

Jórunn Einarsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
Ég legg til að útsvarsprósenta Vestmannaeyjabæjar verði hækkuð að nýju úr 13.98% í 14.48% sem útsvarsprósentan var allt síðasta góðæriskjörtímabil meirihluta sjálfstæðisflokks í bæjarstórn. Þannig verður hægt að koma í veg fyrir frekari hagræðingu hjá Vestmannaeyjabæ.
Jórunn Einarsdóttir (sign)

Tillagan var felld með sex atkvæðum. Jórunn greiddi með tillögunni.
Elliði Vignisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2015 og niðurstöður hennar:
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2015:

Tekjur alls kr. 2.999.195.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.975.928.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 66.212.000
Veltufé frá rekstri kr. 293.030.000
Afborganir langtímalána kr. 25.832.000
Handbært fé í árslok kr. 2.140.561.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2015:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, kr. 34.304.000
Rekstrarniðurstaða, Fráveitu, kr. 0
Rekstrarniðurstaða, Félagsl.íbúða, kr. -62.990.000
Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Hraunbúðir, kr. -27.608.000
Heimaey - kertaverksmiðja kr. 0
Veltufé frá rekstri kr. 118.055.000
Afborganir langtímalána kr. 28.059.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2015:

Tekjur alls kr. 3.876.305.000
Gjöld alls kr. 3.837.527.000
Rekstrarniðurstaða, kr. 64.388.000
Veltufé frá rekstri kr. 411.085.000
Afborganir langtímalána kr. 53.891.000
Handbært fé í árslok kr. 2.140.561.000

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 var samþykkt með fimm atkvæðum. Jórunn Einarsdóttir og Stefán Ó. Jónasson sátu hjá við fjárhagsáætlunina.
Jórunn Einarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ber ábyrgð á fjárhagsáætlun þeirri sem hér er til afgreiðslu. Margt í áætluninni erum við sátt við, en annað ekki.
af þeim ástæðum sitjum við hjá.
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

 

   

2.

201411003 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2016-2018

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2016-2018 var samþykkt með fimm atkvæðum. Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson sátu hjá.

 

   

3.

201412001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2993 frá 4. desember s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Jórunn Einarsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarstjórn ítrekar að meðan beðið er eftir framtíðarlausn á samgöngumálum okkar Eyjamanna verði ekki lokað á neina möguleika í bættum samgöngum við Vestmannaeyjar.

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201412017 - Páley Borgþórsdóttir óskar eftir leyfi til að láta af störfum sem fulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

 

Erindi frá Páley Borþórsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum frá og með 1. janúar 2015.
Páley þakkaði fyrir gott samstarf á síðastliðnum árum og óskaði bæjarstjórn Vestmannaeyja velfarnaðar í störfum.

Var það samþykkt með sex atkvæðum. Elliði Vignisson og Jórunn Einarsdóttir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

 

   

5.

201411003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2992 frá 11. nóvember s.l.

 

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201411005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 154 frá 12. nóvember s.l.

 

Liðir 7 og 8 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201411004F - Fræðsluráð nr. 270 frá 13. nóvember s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sex atkvæðum.
Jórunn Einarsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201411007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 214 frá 17. nóvember s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sex atkvæðum. Páley Borgþórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Liður 5 var samþykktur með sex atkvæðum. Páley Borgþórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Liðir 2-4 og 6-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201410009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 174 frá 21. nóvember s.l.

 

Liðir 3 og 6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2, 4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 6 liggur fyrir til kynningar.

 


Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 var samþykktur með sex atkvæðum.Páley Borþórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Liðir 1,2 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201411009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 155 frá 26. nóvember s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201411008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 215 frá 1. desember s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 og 4 voru samþykktir með sex atkvæðum. Páley Borþórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þeirra mála.
3 og 5-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159