21.11.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 174

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 174. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
21. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sindri Ólafsson varamaður, Davíð Guðmundsson varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201411002 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2015
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2015 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fram kemur að gert er ráð fyrir minnkun á tekjum milli ára.
Ráðið samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2015 til seinni umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
2. 201410103 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2015
Lögð fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2015
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2015 en hún gerir ráð fyrir að aflagjald breytist og verði 1,38% en aðrir liðir hækki um 1,8% sem eru verðlagsbreytingar á yfirstandi ári.
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Vinnuhópur um framtíðarskipan sorpmála lagði fram minnisblað um stöðu mála og óskar eftir framlengingu á skilum til 15.febrúar 2015
Ráðið samþykkir að veita frest til 15.febrúar 2015.
 
4. 201410081 - Umsókn um stækkun á byggingareit Kleifum 2.
Vinnslustöðin óskar eftir stækkun á byggingarreit við frystiklefa að Kleifum 2 skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á byggingarreit frystigeymslu að Kleifum 2.
 
5. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Fyrir liggja verkfundagerðir nr. 6 frá 22. október og nr 7 frá 18. nóvember vegna þekju á Binnabryggju. Fram kom að verkinu sé lokið og notkun hafin. Uppgjör er væntanlegt fyrir næsta fund.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
6. 201410048 - Breytingar á húsnæði Vestmannaeyjahafnar og flutningur tæknideildar
Fyrir lágu kostnaðartölur vegna endurbóta á húsnæði Vestmannaeyjahafnar m.a. vegna flutnings tæknideildar. Fram kom að kostnaður nam um 25 milljónum króna.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159