13.11.2014

Fræðsluráð - 270

 
 Fræðsluráð - 270. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

13. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Stefán Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi, Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201411027 - Framtíðarsýn í fræðslumálum.

 

Bestu skólarnir í Eyjum. Framhald af 3. máli frá 268. fundi.

 

Í ljósi þess að árangur grunnskólabarna í GRV á samræmdum prófum hefur í mörg ár verið óásættanlegur er nauðsynlegt að bregðast við. Ráðið telur að miklir möguleikar liggi í núverandi skólaumhverfi og að leik- og grunnskólar Vestmannaeyja geti vel verið í flokki fremstu skóla á landinu hvað varðar kennslu og námsárangur í læsi og stærðfræði. Til þess að slíkt markmið náist þurfa áherslur skóla að vera betur skilgreindar með tilliti til markmiðssetningar og mælanleika og efla þarf aðkomu skólaskrifstofu í þeirri vinnu.
Lagt er til að farin verði sama leið og skólayfirvöld á Reykjanesi hafa farið í framtíðarsýn sinni í menntamálum. Í þeirri framtíðarsýn er áhersla lögð á læsi og stærðfræði. Markmiðið er að skólar sveitarfélagsins verði í fremsta flokki. Hlutverk framtíðarsýnarinnar verður að skerpa á áherslum, stuðningi og aðhaldi í daglegu skólastarfi. Skerpt er á verklagi sem hefur áhrif á daglegt skólastarf.
Þar má nefna:
1) Áherslu á læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum.
2) Notkun skimunarprófa í lestri og stærðfræði.
3) Frammistöðumat.
4) Góða samvinnu heimilis og skóla.
5) Áherslu á að byggja á áreiðanlegum og gagnlegum aðferðum og mælitækjum í skólastarfi.
Fræðsluráð telur skóla sveitarfélagsins hafa yfir að ráða hæfu og dugmiklu fagfólki, aðstöðu og búnaði til að ná settu markmiði. Ráðið telur mikilvægt að efla aðkomu skólaskrifstofu að þessari vinnu. Skólaskrifstofan hefur yfir að ráða sérfræðiþekkingu m.a. í formi kennsluráðgjafar, sérkennslu og námsráðgjafar. Mikilvægt er að samhæfa verklag og fylgja eftir sameiginlegri markmiðsetningu og mælanleika.
Með hliðsjón af reynslu Reykjanesbæjar af innleiðingu á gæðastarfi telur ráðið mikilvægt að skólaskrifstofu verði falið aukið vægi í innleiðingu á gæðastarfi og samstarfi við skólana. Þess vegna samþykkir ráðið að fjármagn sem nemur 50% stöðu faglærðs ráðgjafa verði flutt af GRV yfir á skólaskrifstofu sem þar með mun einnig taka ábyrgð á aukinni stoðþjónustu svo sem innleiðingu á gæðastarfi sem og náms- og starfsráðgjöf.
Vinna er þegar hafinn við innleiðingu þessarar framtíðarsýnar í formi skimunar og námskeiðarhalds til starfsmanna.

 

   

2.

201006035 - Umsókn um styrk fyrir haustþing KV

 

Beiðni um styrk vegna haustþings KV haustið 2014.

 

Fræðsluráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr 50.000 krónur til að mæta kostnaði vegna fyrirlestra á haustþinginu.

 

   

3.

201411026 - Fjárhagsáætlun 2015. Málaflokkur fræðslumála.

 

Framkvæmdastjóri fræðslumála greinir frá stöðu fjárhagsáætlunar málaflokksins.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

201104071 - Leikskólamál.

 

Tvö mál. Grænfáninn á Sóla og 40 ára afmæli Kirkjugerðis.

 

Þriðjudaginn 7. október s.l. var Grænfánanum flaggað á Sóla. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu- og umhverfisstefnu í skólum. Fræðsluráð fagnar þessum áfanga Sóla.

Leikskólinn Kirkjugerði var fyrst opnaður 10. október 1974. Kirkjugerði varð því 40 ára á dögunum. Fræðsluráð óskar Kirkjugerði til hamingju með afmælið.

 

   

5.

201411025 - Styrkbeiðni vegna væntanlegrar ferðar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja til Spánar 2015

 

Beiðni um styrk vegna væntanlegrar ferðar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja til Spánar árið 2015

 

Erindinu er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159