12.11.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 154

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 154. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs, Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Birna Þórsdóttir vék af fundi eftir þriðja mál og Lísa Njálsdóttir og Silja Rós Guðjónsdóttir eftir fjórða mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í október 2014

 

Í október barst 21 tilkynning vegna 17 barna. Þar af voru 6 tilkynningar vegna vanrækslu, 12 vegna áhættuhegðunar barns og 3 vegna ofbeldis gegn barni. Mál 12 barna af 17 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

201411030 - Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkar Fjölskyldu- og tómstundaráðs

 

Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs fer yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun málaflokka Fjölskyldu- og tómstundaráðs fyrir árið 2015.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna. Ráðið lýsir yfir áhyggjum varðandi rekstur málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að enn eitt árið kemur ekki nægilegt fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði sem kemur fram í fjárhagsáætlun. Ráðið samþykkir fjárhagsáætlun 2015 fyrir sitt leyti, með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum, og felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að ná niður kostnaði sem annars leggst á sveitarfélagið.

 

   

4.

200709089 - Reglur um fjárhagsaðstoð frá Vestmannaeyjabæ

 

Framhald af 5. máli 153. fundar í Fjölskyldu- og tómstundaráði dags. 29. október 2014.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir meðfylgjandi tillögur að breyttum reglum Vestmannaeyjabæjar um fjárhagsaðstoð. Ráðið samþykkir jafnframt hækkun á grunnframfærslu sem nemur hækkun neysluvísitölu síðustu tveggja ára sem er um 4,9% hækkun. Grunnupphæð einstaklings fer úr 138.678 kr. í 145.473 kr. Grunnupphæðin mun framvegis fylgja vísitöluhækkun neysluverðs skv. breyttum reglum. Munu breyttar reglur taka gildi um áramót.

 

   

5.

201409009 - Endurskoðun á leigukostnaði húsnæðis í eigu Vestmannaeyjabæjar

 

Framhald af 3. máli 151. fundar Fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 3. september 2014.

 

Á 151. fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs var framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs falið að taka saman gögn um gildandi leigusamninga og koma með tillögu að samræmdu leiguverði fyrir allar íbúðir í eigu Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt var framkvæmdastjóra falið að skoða hvort taka þurfi upp sértækar húsaleigubætur fyrir þá tekjulægstu. Við skoðun á núgildandi leigusamningum er það mat framkvæmdastjóra að samræmingar sé þörf vegna mismunandi leigugjalds á íbúðum bæjarins. Meðal íbúða aldraðra er allt að 20 þúsund króna mismunur á mánuði en allt að 31 þúsund króna munur innan félagslega leigukerfisins. Samræmingin mun ýmist þýða hækkun eða lækkun á leigukostnaði. Það er mat framkvæmdastjóra að ekki sé þörf á sérstökum aðgerðum til að mæta umræddri hækkun. Leigukostnaður íbúða í eigu Vestmannaeyjabæjar munu sem fyrr vera nokkuð undir leigukostnaði á almenna markaðnum. Við samræmingu á leiguverði og að frádregnum húsaleigubótum mun meðal leiguverð á íbúðum eldri borgara verða um 33.500 kr. en innan félagslega húsnæðiskerfisins um 34.000 kr. Hæsti leigukostnaður á íbúð á vegum Vestmannaeyjabæjar eftir að húsaleigubætur eru dregnar frá mun nema um 25% af tekjum örorkuþega. Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til þessara gagna síðar.

 

   

6.

201411032 - Ósk um áframhaldandi samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni

 

Beiðni um framlengingu á samstarfi bæjarins og GYM heilsu.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð telur að samstarf það sem Vestmannaeyjabær og GYM heilsa hafa átt í gegnum árin í rekstri heilsuræktar í sundlaug bæjarins hafi tekist vel. Þrátt fyrir að enn sé ár eftir af samningi bæjarins við GYM, og í ljósi þeirra samskipta sem bæjarfélagið hefur átt við samkeppniseftirlitið vegna þessarar starfsemi, leggur ráðið til að starfsemi heilsuræktarinnar verði boðin út fyrir áramótin. Með því er óvissu varðandi þennan rekstur eytt. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir.

 

   

7.

201411006 - Ósk um fjárveitingu til að taka líkamsræktarsalinn í Týsheimilinu í gegn

 

Ósk ÍBV íþróttafélags um fjárveitingu til að fara í endurbætur á líkamsræktarsalnum í Týsheimilinu

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

 

   

8.

201411001 - Beiðni um frían aðgang gesta og leikmanna ÍBV að sundlaug

 

ÍBV-íþróttafélag óskar eftir fríum aðgangi gesta og leikmanna félagsins í sund.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð frestar erindinu og felur íþróttafulltrúa að afla nánari gagna og koma með tillögu að fyrirkomulagi.

 

                                                                               

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159