06.11.2014

Bæjarstjórn - 1491

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1491. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

6. nóvember 2014 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páley Borgþórsdóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Jórunn Einarsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Hildur Sólveig Sigurðardóttir 1. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- fjármálasvið

 

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 2991 frá 6. nóvember s.l.

 

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201409094 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 og gerði grein fyrir henni í ítarlegri greinargerð sem lögð var fram á fundinum.

Jórunn Einarsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu frá E lista:
Lagt er til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 verði lagðar fram 16 milljónir í verkefni um stofnun frístundakorta. Einnig er lagt til að fjölskyldu- og tómstundaráði verði falið að útfæra tillöguna með hliðsjón að meðfylgjandi greinargerð.
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)


D listi lagði fram svohljóðandi afgreiðslutillögu:
Tillögu E listans verði vísað til seinni umræðu um fjárhagsáætlun.
Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2015:

Tekjur alls kr. 2.945.201.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.848.000.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð kr.140.146.000
Veltufé frá rekstri kr. 365.528.000
Afborganir langtímalána kr. 25.832.000
Handbært fé í árslok kr. 2.387.823.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2015:

Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 44.255.000
Fráveita. kr. 0
Félagslegaríbúðir tap kr.-46.947.000
Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Hraunbúðir, hjúkrunarh.tap kr.-16.043.000
Heimaey kertaverksmiðja,hagn. kr. 0
Veltufé frá rekstri kr.143.819.000
Afborganir langtímalána kr. 28.059.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2015:

Tekjur alls kr. 3.824.111.000
Gjöld alls kr. 3.673.840.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 175.881.000
Veltufé frá rekstri kr. 509.347.000
Afborganir langtímalána kr. 53.891.000
Handbært fé í árslok kr. 2.387.823.000

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun ársins 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.

201411003 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2016-2018

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði stutta framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2016-2018

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun 2016-2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

3.

201411002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2991 frá 6. nóvember s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201410006F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2989 frá 14. október s.l.

 

Liðir 2, 4 og 5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,3 og 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 3 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201410002F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 173 frá 15. október s.l.

 

Liðir 1-3 og 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-3 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201410010F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2990 frá 28. október s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 -6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201410011F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 153 frá 29. október s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201410008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 213 frá 3. nóvember s.l.

 

Liður 4 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 og 5-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.25

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159