29.10.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 153

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 153. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. október 2014 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Fundinn sátu auk þess Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs og Hildur Eva Guðmundsdóttir félagsráðgjafarnemi. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir nefndarmaður kom inn á fundinn í 6. máli.

 

Dagskrá:

 

1.

201410016 - Stefnumótunarvinna ÍBV íþróttafélags - kynning

 

Dóra Björk framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags kynnir helstu niðurstöður stefnumótunarvinnu félagsins.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar framkvæmdastjóra ÍBV fyrir kynninguna.

 

   

2.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í september 2014

 

Í september bárust 8 tilkynningar vegna 7 barna. Þar af voru 3 tilkynningar vegna vanrækslu, 1 vegna áhættuhegðunar barns og 4 vegna ofbeldis gegn barni. Mál allra barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

3.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

5.

200709089 - Reglur um fjárhagsaðstoð frá Vestmannaeyjabæ

 

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð, lagt fram til kynningar

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna. Ráðið mun taka reglurnar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

 

   

6.

200711136 - Málefni fatlaðs fólks

 

Umræða um undanþágubeiðni um að Vestmannaeyjar fái að vera áfram sérstakt þjónustusvæði þrátt fyrir ákvæði um lágmarksfjölda innan hvers þjónustusvæðis.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð telur það þjóna best hagsmunum fatlaðra íbúa Vestmannaeyjabæjar að Vestmannaeyjar verði áfram sérstakt þjónustusvæði þrátt fyrir að ná ekki tilskildum lágmarksíbúafjölda. Það er mat ráðsins að sá ávinningur sem stefnt er að með stækkun þjónustusvæða geti illa náðst í Eyjum sökum landfræðilegrar stöðu. Ráðið telur að sveitarfélagið hafi sýnt það í verki frá árinu 1996 (fyrst sem reynslusveitarfélag) að það ráði vel við verkefni þjónustusvæðisins. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir því að sótt verði um undanþáguheimild til ráðherra um að Vestmannaeyjar verði áfram sérstakt þjónustusvæði vegna þjónustu við fatlað fólk og felur framkvæmdastjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu til ráðherra.

 

   

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159