15.10.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 173

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 173. fundur 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15. október 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Birgitta Kristjánsdóttir aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201410013 - Framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar
Fjallað um framtíðarhorfur Vestmannaeyjahafnar. Ljóst er að núverandi athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar er fullnýtt og ekki möguleiki á stækkun þess innan þess ramma sem nú er. M.a. hefur komið fram að færist flutningar til og frá Íslandi í stærri skip en nú eru notuð muni þau ekki geta athafnað sig í núverandi aðstöðu í Vestmannaeyjum. Brýnt er að huga að þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og meðal annars hafa verið skoðaðir kostir þess að setja stórskipakant norðan Eiðis. Sú vinna leiddi í ljós að slíkur kantur myndi kosta um 3,5 milljarða króna en myndi þjóna næstu kynslóð flutningaskipa og stærri skemmtiferðaskipum. Einnig hafa verið reifaðir aðrir kostir án þess þó að skoða þá ofan í kjölinn.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af aðstöðuleysi og fyrirsjáanlegum vandkvæðum við móttöku flutningaskipa í Vestmannaeyjahöfn. Bent er á að stærðarmörk núverandi gámaskipa Samskipa og Eimskipa miðast við snúningssvæði innan hafnar í Vestmannaeyjum og að stærri skip munu ekki getað athafnað sig þar. U.þ.b. 10% af útflutningstekjum sjávarafurða frá Íslandi fer í gegnum Vestmannaeyjahöfn og því mjög mikilvægt að flutningsleiðir á sjó til og frá Vestmannaeyjum séu greiðar og ekki íþyngjandi fyrir sjávarútveg og samfélagið í Vestmannaeyjum.
Miðað við umfang byggingar stórskipakants utan Eiðis er ljóst að Vestmannaeyjahöfn hefur ekki bolmagn ein og sér til að ráðast í slíka framkvæmd. Því skorar ráðið á stjórnvöld að vinna að framtíðarsýn í hafnarmálum á Íslandi þar sem hafnir eru mikilvægur hluti af samgöngukerfi landsins, ekki síst í eyjasamfélagi eins og Vestmannaeyjum.
 
2. 201410040 - Samgönguáætlun 2015-2018
Fyrir lá bréf frá Vegagerðinni dags 9.október 2014 þar sem óskað er eftir umsóknum um styrki til hafnarframkvæmda á samgönguáætlun 2015-2018.
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir því að viðhaldsdýpkun og lagfæring á grjótgarði Eiði verði áfram inni í samgönguáætlun og jafnframt að huga að gerð stórskipakants í Vestmannaeyjum.
 
 
3. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Fyrir lá verkfundagerð nr.5 vegna þekju á Binnabryggju frá 7.október 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð en lýsir yfir áhyggjum af þeim töfum sem orðið hafa á verkinu en útlit er fyrir að verkinu ljúki tæpum 3 mánuðum á eftir áætlun. Þessar tafir eru nú þegar farnar að hafa mikil áhrif á starfsemi flutningafyrirtækja og Vestmannaeyjahafnar með tilheyrandi óþægindum og kostnaði.
 
 
4. 201410041 - Sorphirða og sorpeyðing
Farið var yfir stöðu sorpmála og vinnu starfshóps í úrgangsmálum.
 
 
5. 200703124 - Blátindur VE 21
Fram kom að unnið er að því að koma Blátindi VE yfir á Skanssvæði eins og skipulag gerir ráð fyrir. Stefnt er að því að þessum áfanga verksins verði lokið um miðjan nóvember 2014.
 
 
6. 201410048 - Breytingar á húsnæði Vestmannaeyjahafnar og flutningur tæknideildar
Stefán Óskar Jónasson óskar eftir kostnaðarupplýsingum varðandi breytingar á húsnæði Vestmannaeyjahafnar og flutning tæknideildar.
Framkvæmdastjóra er falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159