08.10.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 152

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 152. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

7. október 2014 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs og Hildur Eva Guðmundsdóttir félagsráðgjafanemi sátu fundinn.

 

Dagskrá:

 

1.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í júlí og ágúst 2014

 

Í júlí bárust 5 tilkynningar vegna 5 barna. Þar af voru 4 tilkynningar vegna vanrækslu, og ein vegna áhættuhegðunar barns. Mál 4 barna af 5 voru til frekari meðferðar.

Í ágúst bárust 6 tilkynningar vegna 6 barna. Þar af var ein tilkynning vegna vanrækslu, 4 vegna ofbeldis gegn barni og ein vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

 

Framkvæmdaáætlun í barnavernd, kynning, umræða, skipun í starfshóp.

 

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi fór yfir fyrri framkvæmdaáætlanir í barnavernd og hvaða vinna er framundan við gerð nýrrar áætlunar. Fjölskyldu -og tómstundaráð skipar Geir Jón Þórisson, Birnu Þórsdóttur og Auði Ósk Vilhjálmsdóttur í starfshóp um gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar en yfirfélagsráðgjafi mun starfa með hópnum.

Þá veitir Fjölskyldu -og tómstundaráð Silju Rós Guðjónsdóttur félagsráðgjafa heimild til þess að vinna að barnaverndarmálum hjá sveitarfélaginu skv. 14.gr. reglna barnaverndarlaga nr. 80/2002, 3. málsgrein og 2.gr reglna um könnun barnaverndarmála hjá Vestmannaeyjabæ.

 

   

5.

201306028 - Beiðni um þátttöku/styrk bæjarins að sundlauginni í tengslum við Vestmannaeyjahlaupið

 

Beiðni um styrk vegna Vestmannaeyjahlaupsins 2014

 

Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu um frían aðgang í sund fyrir þátttakendur hlaupsins, en samþykkir að styrkja Vestmannaeyjahlaupið 2014 um þann kostnað sem aðgangur að sundi kostar.

 

                                                                                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159