29.09.2014

Fræðsluráð - 269

 

Fræðsluráð - 269. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. september 2014 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson aðalmaður, Gígja Óskarsdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Sigurlás Þorleifsson og Alda Gunnarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Gestir fundarins voru Vera Björk Einarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskóla Vestmannaeyja og Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskóla Vestmannaeyja.

 

Dagskrá:

 

1.

201409099 - Heilsuvernd og fróðlegar upplýsingar.

 

Vera Björk Einarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur greinir frá niðurstöðum úr ársskýrslu Ísskrár fyrir skólaárið 2013-2014.

 

Í skýrslunni kom fram samanburður á milli 14 heilbrigðisstofnana á landinu. Niðurstöðurnar gefa ákveðna vísbendingu um hvar nemendur GRV í 1., 4., 7. og 9. bekk. standa miðað við aðra skóla í heilsuvernd. Tölvupóstur með helstu niðurstöðum var sendur á alla foreldra GRV þann 22. september s.l. Fræðsluráð þakkar kynninguna og mun áfram fylgjast með gangi mála.

 

   

2.

201409100 - Heimsókn skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

 

Helga Kristín Kolbeins skólameistari FíV kynnir nýtt skipurit framhaldsskólans og gæðahandbók í námi.

 

Þó að Framhaldsskólinn sé ekki rekinn af sveitarfélaginu er samt sem áður afar gagnlegt og fróðlegt fyrir fræðsluráðið að fylgjast með metnaðarfullum áætlunum stjórnenda FÍV. Skólinn skiptir samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli og þangað sækja nær allir nemendur nám sitt eftir 10. bekk GRV. Fræðsluráð þakkar Helgu Kristínu fyrir fróðlega kynningu og fagnar þeim metnaðarfullu markmiðum sem lagt er upp með, t.d. með upptöku nýrrar gæðahandbókar og skýrum áherslum varðandi námsleiðir.

 

                                                                                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159