23.09.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 172

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 172. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23. september 2014 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson, Jarl Sigurgeirsson, Birgitta Kristjánsdóttir, Stefán Óskar Jónasson, Sindri Ólafsson,Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201408095 - Kleifar 3,5 og 7. Umsókn um breytingu á skilmálum lóða.
Svava Steingrímsdóttir óskar eftir breytingum á skipulagsskilmálum lóðanna fh. lóðarhafa sbr. innsend gögn. Erindi vísað til umsagnar ráðsins.
 
Ráðið gerir ekki athugasemdir við breytingar skv. innsendum gögnum.
 
 
2. 201409048 - Bryggjudagur 2014
Fyrir lá erindi frá Handknattsleiksdeild ÍBV vegna bryggjudags 2014 dags. 8.september 2014. Óskar Handknattsleiksdeild ÍBV eftir áframhaldandi styrk Vestmannaeyjahafnar vegna þessa verkefnis.
 
Ráðið samþykkir að veita handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags 350.000 kr. styrk vegna Bryggjudags sem haldinn verður á næstu vikum.
 
 
3. 201409056 - Komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja 2014
Farið yfir tölur um farþegafjölda með skemmtiferðaskipum til Vestmannaeyja sumarið 2014
 
 
4. 201409089 - 6 mánaða uppgjör Vestmannaeyjahafnar 2014
Ólafur Þ Snorrason framkvæmdastjóri fór yfir 6 mánaða rekstrartölur Hafnarsjóðs.
Ráðið þakkar kynninguna en fram kom að verulegur tekjusamdráttur og aukning á útgjöldum hefur orðið miðað við sama tíma í fyrra.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159