03.09.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 151

 
  

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 151. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. september 2014 og hófst hann kl. 16.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Geir Jón Þórisson, Birna Þórsdóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir og Lísa Njálsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

201409009 - Endurskoðun á leigukostnaði húsnæðis í eigu Vestmannaeyjabæjar

 

Framkvæmdastjóri leggur fram yfirlit yfir leigukostnað og tillögu að breytingum.

 

Fram kom hjá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að mikill mismunur er á leigukostnaði á húsnæði Vestmannaeyjabæjar.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að nýir leigusamningar verði samræmdir. Gengið verði út frá því að leiguverð miðist við fast gjald á fermetra, 806 kr.

Framkvæmdastjóra er falið að taka saman gögn um gildandi leigusamninga og koma með tillögu að samræmdu leiguverði fyrir allar íbúðir í eigu Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að skoða hvort taka þurfi upp sértækar húsaleigubætur fyrir þá tekjulægstu. Niðurstöður skulu liggja fyrir um miðjan nóvember.

 

   

4.

200809071 - Samstarf við Stígamót vegna viðtalsþjónustu

 

Stígamót bjóða upp á ráðgjafaviðtöl gegn því að Vestmannaeyjabær taki þátt í kostnaði.

 

Stígamót bjóða upp á ráðgjafaþjónustu þar sem svigrúm hefur skapast til að senda ráðgjafa til Vestmannaeyja. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið en kallar eftir frekari upplýsingum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159