27.08.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 171

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 171. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
27. ágúst 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Birgitta Kristjánsdóttir, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Stefán Óskar Jónasson, Ólafur Þór Snorrason og Sigurður Smári Benónýsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Sigurður Smári Benónýsson sat fundinn undir máli 1 og 2
 
Dagskrá:
 
1. 201311048 - Aðalskipulagsbreyting, hafnarsvæði H-1.
Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar á hafnarsvæði H-1 sem nær frá Skansi í austri að Hlíðarvegi í vestri.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.
 
2. 201405064 - Strandvegur 102. Umsókn um byggingarleyfi
Frestað mál frá 170.fundi. Umsögn um byggingarleyfi vegna frystigeymslu og löndunarbúnað Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrir lágu umbeðin gögn.
Ráðið samþykkir að heimila löndunarbúnað vegna fiskvinnslu að Strandvegi 102 á suðurkanti skv. innsendum teikningum. Ef farið verður í breytingar á bryggjukanti skuli kostnaður við færslu löndunarbúnaðar falla á umsækjanda.
Ráðið ítrekar að akstursleið á bryggjukanti og meðfram fyrirhuguðum frystiklefa skuli vera greið eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir, bæði á framkvæmdatíma og til framtíðar.
 
3. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Fyrir liggja verkfundagerðir nr. 2 frá 9.júlí 2014 og nr.3 frá 20.ágúst 2014 vegna þekju á Binnabryggju. Fram kom að aukaverk vegna niðurfalla eru 2,4 milljónir króna.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
 
4. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir liggur verkfundagerð vegna Eldheima nr.33 frá 30.júlí 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
5. 201302032 - Lokunaráætlun fyrir Búastaðagryfju
Lögð fram drög að eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar vegna lokunaráætlunar Búastaðagryfju
Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159