29.07.2014

Bæjarstjórn - 1488

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1488. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. júlí 2014 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páley Borgþórsdóttir aðalmaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Gunnar Þór Guðbjörnsson 2. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Elliði Vignisson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201212068 - Umræða um samgöngumál

 

Á fundinum lagði bæjarstjóri fram minnisblað um stöðu samgangna á sjó.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun Herjólfs bæði í sumar og vetraráætlun skipsins. Álagið á ferjuna er mikið og fullbókað í ferðir nánast alla daga. Þá hvetur bæjarstjórn samgönguyfirvöld til að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Viking til siglinga í Landeyjahöfn samhliða siglingum Herjólfs í Þorlákshöfn. Samfélagið í Eyjum þolir illa þá gríðarlegu röskun sem verður óhjákvæmilega þegar höfnin í Landeyjahöfn lokast. Sigling til Þorlákshafnar verður aldrei annað en hjáleið.
Að lokum ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um mikilvægi þess að áfram verði haldið að þróa höfnina og gera breytingar á henni samhliða smíði á nýrri ferju.
Páll Marvin Jónsson (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Gunnar Þór Guðbjörnsson (sign)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201406007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 207 frá 7.júlí s.l.

 

Liðir 1-17 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-17 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201407002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2983 frá 8.júlí s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Undir lið 1 "Álit umboðsmanns Alþingis um reglugerð um stjórn makrílveiða og úthlutun aflaheimilda á grundvelli þeirra" lagði Elliði Vignisson bæjarstjóri fram minnisblað um málið.
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda fjármálaráðherra bréf sem viðtakanda fyrir  íslenska ríkið þar sem afstaða Vestmannaeyjabæjar og það mikla tjón sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir er útskýrt. Enn fremur er mikilvægt að óska tafarlaust eftir sjónarmiðum ríkisins hvað tapaðar tekjur varðar og hvernig staðið verði að leiðréttingu á þeim ólögmætu aðferðum sem allt til dagsins í dag hafa verið viðhafðar við úthlutun á aflaheimildum í makríl.
Páll Marvin Jónsson (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Gunnar Þór Guðbjörnsson (sign)
Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201406006F - Fræðsluráð nr. 267 frá 9. júlí s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201407003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 208 frá 10. júlí s.l.

 


Liður 10 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-9 og 11 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Gunnar Þór Guðbjörnsson lagði fram svohljóðandi tillögu í lið 10, Lundaveiði:
Hagsmunir stofnsins verða að vera ofar öllu. Það er borðleggjandi að stofninn stendur illa. Því verður að fara afar varlega í alla umræðu um veiðar. Fuglinn skiptir einfaldlega meira máli lifandi en dauður. Við hjálpum mest til með því að leyfa lundastofninum að njóta vafans og sýnt ábyrgð og hlíft honum eftir fremsta megni meðan staðan er svona.
Ég legg til að veiðar á Lunda verði einungis leyfðar eina helgi, 3 daga eða frá 8.-10. ágúst að báðum dögum meðtöldum, en ekki í 5 daga eins og áður hefur verið lagt fram.
Gunnar Þór Guðbjörnsson (sign)
Tillagan var felld með sex atkvæðum.
Liður 10 var samþykktur með fimm atkvæðum. Gunnar Þór Guðbjörnsson sat hjá og vísaði í tillögu sína. Páll Marvin Jónsson sat hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Liðir 1-9 og 11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201407001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 170 frá 16. júlí s.l.

 

Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201407006F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2984 frá 22. júlí s.l.

 

Liðir 1-4 og 6-12 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 5 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-4 og 6-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201407005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 149 frá 23. júlí s.l.

 

Liðir 1 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159