23.07.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 149

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 149. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

23. júlí 2014 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Geir Jón Þórisson, Birna Þórsdóttir, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í maí og júní 2014

 

Í maí bárust 6 tilkynningar vegna 6 barna. Þar af voru 2 tilkynningar vegna vanrækslu, 2 vegna áhættuhegðunar barns og 2 vegna ofbeldis gegn barni. Mál allra barnanna voru til frekari meðferðar.

Í júní bárust 5 tilkynningar vegna 5 barna. Þar af var ein tilkynning vegna vanrækslu, 2 vegna ofbeldis gegn barni og 2 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 3ja barna af 5 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200707220 - Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð í Eyjum

 

Bakvaktir barnaverndarnefndar á Þjóðhátíð 2014.

 

Barnaverndarbakvaktir verða, líkt og síðastliðin ár, starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds. Starfsmenn Fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Jafnframt samþykkir ráðið að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum ef þörf krefur. Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir 18 ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gestkomandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga.

 

   

5.

200703013 - Félagsmiðstöðin Rauðagerði

 

Kynning á skýrslu Rauðagerðis fyrir starfsárið 2013-14.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með það góða starf sem innt er af hendi í félagsheimilinu Rauðagerði.

 

   
                                                                                

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159