16.07.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 170

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 170. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
16. júlí 2014 og hófst hann kl. 17:00
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Birgitta Kristjánsdóttir aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201407009 - Framtíðarstefnumótun hafna til 2030
Lögð var fram skýrsla um framtíðarstefnumótun hafna á Íslandi til 2030 sem unnin var í samstarfi Hafnasambands Íslands og Íslenska sjávarklasans.
 
 
2. 201407008 - Hafnasambandsþing 2014
Hafnasambandsþing fer fram á Ólafsfirði 4-5 september nk. Fram kom að Vestmannaeyjahöfn á rétt á 5 fulltrúum á þinginu.
Ráðið samþykkir að sækja þing Hafnasambands Íslands.
 
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Rætt um framtíð sorpmála í Vestmannaeyjum og hvaða leiðir eru til úrbóta. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag er ekki viðunandi til framtíðar og leita þarf leiða til úrbóta.
Fulltrúar D og E lista leggja sameiginlega fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að skipa starfshóp sem ætlað er að koma með tillögur að framtíðarlausn í sorpmálum Vestmannaeyja. Ákveðið er að hópinn skulu skipa þeir Sigursveinn Þórðarson, Stefán Ó Jónasson, Ívar Atlason, Friðrik Björgvinsson og Ólafur Þór Snorrason. Hópurinn skal skila tillögum til ráðsins eigi seinna en 1.des. 2014.
 
 
 
4. 201405064 - Strandvegur 102. Umsókn um byggingarleyfi
Fyrir 207.fundi Umhverfis- og skipulagsráðs lá umsókn frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. um byggingu frystiklefa á lóð félagsins að Strandvegi 102. Málinu vísað til Framkvæmda- og hafnarráðs til umsagnar.
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir frekari gögnum varðandi löndunarbúnað. Ráðið mun taka afstöðu þegar nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir.
 
 
5. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Fyrir lá verkfundagerð nr.1 vegna Þekju á Binnabryggju frá 9.júlí 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159