09.07.2014

Fræðsluráð - 267

 

Fræðsluráð - 267. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

9. júlí 2014 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason Formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir Varaformaður, Sindri Haraldsson Aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir Aðalmaður, Gunnar Þór Guðbjörnsson Aðalmaður, Jón Pétursson Framkvstj. sviðs, Sigurlás Þorleifsson Embættismaður, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir Embættismaður, Helga Björk Ólafsdóttir Áheyrnarfulltrúi, Helga Tryggvadóttir Áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

Dagskrá:

 

1.

201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.

 

Tillaga að samræmdu skóladagatali skólaársins 2014-2015 lögð fram.

 

Ráðið samþykkir framlagt skóladagatal fyrir skólaárið 2014 - 2015.

 

   

2.

201404098 - Framtíðarsýn í húsnæðismálum skólastiga.

 

Framhald af öðru máli 266. fundi fræðsluráðs frá 29. apríl sl.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður starfshóps um viðhalds- og húsnæðisþörf skólastiga fór yfir skýrslu hópsins.
Hópurinn fundaði 6 sinnum á tímabilinu og til ráðgjafar voru húsverðir beggja skóla, skólastjóri, leikskólastjórar og fræðslufulltrúi.
Mikil fækkun hefur verið á börnum á leik- og grunnskólaaldri og hefur þeim fækkað um 34% frá árinu 2000. Nú er nemendafjöldin um 780 og útlit fyrir að nemendafjöldi, svo langt sem hægt er að sjá, verður stöðugur næstu 5-10 árin.
Eins og staðan er í dag er nægt húsnæði á leikskólum bæjarins og hægt að mæta markmiðum sveitarfélagsins um að koma 18 mánaða börnum inn að hausti.
Í dag er sveigjanleiki lítill í Hamarskólanum, en með tilkomu 5 ára leikskóladeildarinnar Víkur hefur kennslustofum þar fækkað. Meiri sveigjanleiki er hinsvegar Barnaskólamegin og kennslurými þar meira en nægilegt.
Aukið samstarf milli stjórnenda GRV og Kirkjugerðis leiðir af sér betri nýtingu á skólahúsnæði og skiptir skipulag innra starfs skólanna miklu hvað þetta varðar.
Sveitarfélagið stendur frammi fyrir mikilli og kostnaðarsamri viðhaldsþörf við GRV þá aðallega við Barnaskólann. Nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana til að bæta hljóðvist við 5 ára deildina ásamt því að ýmissa lagfæringa er þörf við leikskóla bæjarins.
Fræðsluráð leggur til að Bjarna Ólafi Marinóssyni verði falið að útbúa viðhaldsáætlun til lengri og skemmri tíma fyrir skólahúsnæði bæjarins með það að markmiði að draga úr kostnaðarsveiflum og auðvelda fjárhagsáætlunargerð.
Fræðslumál eru lifandi málaflokkur sem þarf að vera í sífelldri endurskoðun og mun fræðsluráð fylgjast áfram vel með gangi mála
Ráðið þakkar starfshópnum vel unnin störf og felur fræðsluskrifstofu áframhaldandi úrvinnslu málsins.

 

   

3.

201406041 - Nýgerðir kjarasamningar við kennara og stjórnendur í grunnskóla.

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerir grein fyrir þáttum í nýjum kjarasamningi við grunnskólakennara og áhrif þeirra á skólastarfið.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

201007118 - Frístundaver heilsdagsvistun

 

Greinargerð um stöðu mála á komandi starfsári.

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu -og fræðslusviðs gerir grein fyrir stöðu mála í Frístundaverinu á næsta skólaári. Mikil ásókn er í vistun og mun fjöldi barna vera talsvert meiri en undanfarin ár. Að auki er aukin stuðningsþörf vegna barna með fötlun. Ráðið mun áfram fylgjast með framgangi mála.

 

   

5.

201404016 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

 

Umsókn Helgu Jóhönnu Harðardóttur um leyfi til daggæslu í heimahúsi lögð fram. Skilyrðum um leyfisveitingu hefur verið fullnægt

 

Fræðsluráð samþykkir erindið enda uppfyllir umsækjandi öllum skilyrðum reglugerðar fyrir leyfisveitingu.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159