04.06.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 169

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 169. fundur 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
4. júní 2014 og hófst hann kl. 17:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Jón Árni Ólafsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Sigurjón Ingvarsson 2. varamaður og Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lágu verkfundagerðir vegna Eldheima nr. 30 frá 7.maí, nr 31 frá 13.maí og nr 32 frá 3.júní.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerðir með þeim aukaverkum og efniskostnaði sem í þeim felast, að upphæð 8,3 milljónir.
 
 
2. 200703124 - Blátindur VE 21
Fyrir lá bréf dags. 15.apríl frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða þar sem veittur var styrkur að upphæð 3 milljónir vegna verkefnisisns "mb Blátindur - sýningarsvæði vélbátasögu Vestmannaeyja".
Ráðið þakkar þeim sem komu að umsókninni og afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
 
 
   
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159