28.05.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 168

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 168. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
28. maí 2014 og hófst hann kl. 15:30
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Jón Árni Ólafsson Aðalmaður, Bergvin Oddsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs og Andrés Þorsteinn Sigurðsson Embættismaður.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 6.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201404044 - Rekstur Vestmannaeyjahafnar 2014
Fyrir lá greining á rekstri Vestmannaeyjahafnar fyrstu fjóra mánuði ársins 2014. Fram kom heildartekjur milli áranna 2013 og 2014 hafa dregist saman um 30 milljónir króna. Skv. uppgjörinu er rekstur hafnarinnar í járnum fyrstu fjóra mánuði ársins.
 
2. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Í gær, 27.maí voru opnuð tilboð í undirvinnu og steypu á þekju á Binnabryggju. Tvö tilboð bárust í verkið:
Íslenska Gámafélagið ehf. kr.25.925.910
Stálborg ehf. Hafnarfirði kr.31.188.200
Kostnaðaráætlun kr.29.665.600
Siglingasvið Vegagerðarinnar mun yfirfara tilboðin á næstu dögum. Verklok eru áætluð 31.júlí nk.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda að undangenginni yfirferð Siglingasviðs Vegagerðarinnar.
 
 
 
3. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir lá kostnaður vegna dælustöðvar fráveitu á Eiðinu, tengingar við dælustöð og útrás. Fyrir liggur að kostnaður við heildarverkið stefni í 285 milljónir og þar af eigi eftir að framkvæma fyrir 25 milljónir. Fyrir liggur að heildarverkið stefnir í að verða 45 milljónum króna yfir upphaflega kostnaðaráætlun verksins.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af því að verkið sé á eftir áætlun og kostnaður við ákveðna verkhluta reyndist hærri en áætlað var. Jafnframt lýsir ráðið yfir ánægju sinni hve vel hefur tekist með þann hluta sem lokið er, en dælustöðin er nú þegar farin að skila hlutverki sínu.
 
4. 201405111 - Samskipti og fundir ráðsins á orlofstíma framkvæmdastjóra/hafnarstjóra
Rætt um fyrirkomulag funda og samskipta á orlofstíma framkvæmdastjóra/hafnarstjóra
Ráðið samþykkir að Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi verði tengiliður við Framkvæmda- og hafnarráð vegna samskipta og funda ráðsins á orlofstíma Ólafs Snorrasonar framkvæmdastjóra / hafnarstjóra. Er þetta svipað fyrirkomulag og tíðkast hefur undanfarin ár.
 
5. 200711035 - Starf vélstjóra hjá Vestmannaeyjahöfn
Framkvæmdastjóri kynnti ráðningu vélstjóra á Lóðsinn. Fram kom að Friðsteinn Vigfússon hefur verið ráðinn frá og með ágústmánuði
Ráðið þakkar kynninguna
 
6. 201310069 - Komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja
Andrés Þ Sigurðsson hafnsögumaður kynnti áætlun um komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja árið 2014 og samanburð við fyrri ár og bókanir fyrir árið 2015. Fram kom að árið 2014 er búið að bóka 25 skip og bókanir fyrir árið 2015 lofa góðu. Miðað við fyrri ár virðist vera aukning á komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja.
Ráðið þakkar kynninguna
 
 
 
 
Þar sem þetta er síðasti reglulegi fundur Framkvæmdaráðs og hafnarráðs á kjörtímabilinu þakkaði Arnar Sigurmundsson formaður fulltrúum í ráðinu , embættismönnum og starfsfólki Vestmannaeyjahafnar og þeirra stofnana bæjarins sem falla undir verksvið ráðsins fyrir góð samskipti á kjörtímabilinu.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159