14.05.2014

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 146

 
 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 146. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. maí 2014 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson Formaður, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir Varaformaður, Kristín Jóhannsdóttir Aðalmaður, Jarl Sigurgeirsson Aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir Aðalmaður, Jón Pétursson Framkvstj. sviðs, Guðrún Jónsdóttir Starfsmaður sviðs og Lísa Njálsdóttir Starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Sigurhanna Friðþórsdóttir vék af fundi í síðasta málinu. Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fundinn eftir 3. mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201401038 - Sískráning barnaverndarmála 2014

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í apríl 2014

 

Í apríl bárust 5 tilkynningar vegna 5 barna. Þar af voru 2 tilkynningar vegna vanrækslu, 2 vegna áhættuhegðunar barns og ein vegna ofbeldis gegn barni. Mál 3 barna af 5 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

201405050 - Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

 

Fyrirkomulag garðsláttar sumarið 2014

 

Vestmannaeyjabær hefur boðið eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar að fá garða sína slegna, gjaldfrjálst, þrisvar sinnum yfir sumarið.

Lagt er til að í stað þess að Vestmannaeyjabær útvegi gjaldfrjálsan slátt í þrjú skipti þá bjóði sveitarfélagið upp á niðurgreiðslu að hámarki 15.000 kr á lóð, gegn framvísun gildrar kvittunar fyrir þjónustuna. Þjónustuþegar leita sjálfir til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á garðslátt.

Það skal áréttað að niðurgreiddur garðsláttur er einungis veitt þeim eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ráða illa við að sinna garðslættinum sjálfir. Alla jafna er boðið upp á slíka þjónustu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garð þess hús þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falli undir ofangreindar forsendur.

 

   

5.

201405055 - Beiðni um samstarf við stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

 

Ósk um samstarf við að koma upp skýli eða lítilli stjörnuskoðunarstöð.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur jákvætt í hugmynd Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að ræða við bréfritara.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159