08.05.2014

Bæjarstjórn - 1486

 
   Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1486. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

8. maí 2014 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir , Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 2981 frá 7. maí s.l. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

 

Dagskrá:

1.                       201312053  - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013

– SÍÐARI UMRÆÐA –

 

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnanna hans.

 

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2013:

 

 

Afkoma fyrir fjármagsliði kr.                                     437.083.000   

Rekstrarafkoma ársins kr.                                        591.918.000

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                             8.611.290.000

Eigið fé kr.                                                                 5.698.224.000

 

  

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                               146.577.216

Rekstrarafkoma ársins kr.                                         144.501.112

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                             1.419.442.685

Eigið fé kr.                                                                 1.168.974.884

 

  

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                                                 11.305.441

Rekstrarafkoma ársins kr. (neikvæð)                                        -44.348.697

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                              196.209.541

Eigið fé ( - neikvætt) kr.                                                         -1.242.963.094

 

 

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.                                                    13.012.182

Rekstrarafkoma ársins kr.                                                           2.530.565

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                             552.337.146

Eigið fé kr.                                                                                 208.652.559

 

 

 

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                                    -44.395.048

Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr.                                         -55.085.365

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                              107.034.341

Eigið fé ( - neikvætt) kr.                                                            -201.250.862

 

 

 

f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                                           -10.262.546

Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr.                                                -10.182.410

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                                        48.245.399

Eigið fé kr.                                                                                            50.788.719

 

 

g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                                               -511.393

Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr.                                                    -481.416

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                                             200.000

Eigið fé kr. ( - neikvætt )                                                                       -1.052.352

 

 

 h) Ársreikningur Vatnsveitu 2013:

 

Heildartekjur kr.                                                                                    16.000.000

Heildargjöld kr.                                                                                     -16.000.000

Rekstrarniðurstaða kr.                                                                                          0

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                                       480.000.000

Eigið fé kr.                                                                                          480.000.000

 

 

 

i)             Ársreikningur Heimaey kertaverksmiðju 2013:

 

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr.                                           -19.724              

Rekstrarafkoma ársins kr.                                                                          0

Niðurstaða efnahagsreiknings kr.                                                19.471.894

Eigið fé (neikvætt) kr.                                                                 -32.677.153

 

 

 

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2013 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

2.    201208100 – Sala á Berg-Huginn ehf. til Síldarvinnslunnar hf. á

Neskaupstað

Dómur 6. Maí 2014 í máli nr. E644/2013

Vestmannaeyjabær gegn Q44 ehf. og Síldarvinnslunni hf.

Gunnlaugur Grettisson vék sæti við umræðu um málið.

 

6. maí sl. var kveðin upp dómur í máli Vestmannaeyjabæjar gegn Q44 og Síldarvinnslunni þar sem Vestmannaeyjabær krafðist þess að ógiltur yrði með dómi samningur um kaup Síldarvinnslunar á öllum eignarhlutum Q44 í Bergi-Huginn ehf. sem á og gerir út togarana Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444 ásamt aflaheimildum.  Dómari í málinu var Arnar Þór Jónsson.

Dómsorðið er sem hér segir:

„Ógiltur er samningur um kaup stefnanda, Síldarvinnslunar hf., á öllum eignarhlutum í Bergi-Huginn ehf. af stefnda, Q44 ehf,. dagsettur í ágúst 2012.  Þá er Síldarvinnslunni og og Q44 gert að greiða Vestmannaeyjabæ 3.000.000 í málskostnað.“

 

Ályktun:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar þessari niðurstöðu og lítur á hana sem áfangasigur í baráttu íbúa sjávarútvegssveitarfélaga fyrir auknu atvinnuöryggi.  Dómurinn staðfestir rétt sveitarfélaga þegar kemur að kaupum og sölu fiskiskipa og aflaheimilda sem sannarlega geta svipt íbúa atvinnu þeirra og sveitarfélögin tilverugrunni sínum. 

Sveitarstjórnarfólk, þingmenn og embættismenn sveitarfélaga eru málsvarar íbúana og á þeim hvílir sú skylda að bregðast við þegar hagsmunir þeirra eru í hættu.  Bæjarstjórn skorar því á þessa aðila að taka höndum saman í baráttu fyrir auknum rétti íbúa sjávarbyggða þegar kemur að atvinnuöryggi og sértækum skatti á atvinnulíf þeirra.  Bæjarstjórn mun ekki láta sitt eftir liggja í þeirri baráttu.

Sign.

Elliði Vignisson

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónssn

Jórunn Einarsdóttir

Sigurlaug Böðvarsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

 

Jórunn Einarsdóttir setti fram eftirfarandi breyingartillögu.

Undirrituð leggur til að eftirfarandi setning verði fellt úr ályktunini. ,,og sértækum skatti á atvinnulíf þeirra.“

Sign.

Jórunn Einarsdóttir

Breytingatillagan var felld með 5 atkvæðum gegn einu. Gunnlaugur Grettisson vék sæti,

Ályktunin óbreytt var samþykkt með sex atkvæðum en Jórunn Einarsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og tók fram að hún samþykkti ályktunina en með þeim fyrirvara sem hún setti fram í breytingartillögu sinni. Gunnlaugur Grettisson vék sæti.

 

3.    200707346 – Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar

Gunnlaugur Grettisson vék af fundi við umræðu um málið.

Ályktun:

Bæjarstjórn ítrekar hér með áhyggjur sínar af stöðu samgöngumála og gerir þá skýru kröfu að tryggðar  verði öruggar ferðir um Landeyjahöfn allt árið.  Fyrr er framkvæmdum við höfnina ekki lokið.  Þá telur Bæjarstórn það afar mikilvægt að sem fyrst verði byggð ný og öflug ferja til að þjónusta Eyjamenn og gesti þeirra. 

 

Vegna ummæla um störf bæjarstórnar sem féllu nýlega á borgarafundi um samgöngur leggur bæjarstjórn á það þunga áherslu að bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur aldrei sett sig á móti nokkurri hugmynd sem verða má til lausnar á samgönguvanda Eyjamanna.  Fullyrðingar um slíkt eiga ekki við rök að styðjast.  Bæjarstórn Vestmannaeyja kemur aldrei til með að finna lausn á vanda Landeyjahafnar.  Það verða fróðari aðilar að gera.  Hlutverk bæjarstjórnar er að þrýsta á ríkið sem er ábyrgðarðil þessara mála.  Það hefur verið gert og það verður gert áfram.

 

Bæjarstjórn telur einnig afar mikilvægt að því sé haldið til haga að flug til Reykjavíkur er Vestmannaeyjum afar mikilvægt og brýnt að hvergi sé gefið eftir þegar kemur að þeirri þjónustu.  

 

 

Sign

Elliði Vignisson

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Jórunn Einarsdóttir

Sigurlaug Bj. Böðvarsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

 

Ályktunin var samþykkt með sex atkvæðum, Gunnlaugur Grettisson vék sæti.

 

 

 

4.    201404008F – Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 145 frá 16. apríl s.l.

Liðir 1 – 6 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 – 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

5.    201404012F – Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2980 frá 22. apríl s.l.

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

6.    201404013F – Umhverfis- og skipulagsráð nr. 204 frá 25. apríl s.l.

Liður 5 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar

Liðir 1-4, 6 og 7 liggja fyrir til staðfestingar

Liður 5 var samþykktur með  sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-4, 6 og 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

7.    201404016F – Fræðsluráð nr. 266 frá 29. apríl s.l.

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

8.    201405001F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 167 frá 2. maí s.l.

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.        

 

9.    201405002F – Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2981 frá 7. maí s.l.

Liðir 1-12 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar

Liður 2 var samþykkur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 10 var samþykktur með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

Eftirfarandi bókun var lögð fram vegna liðs 10.

Undirrituð getur ekki tekið undir umsögn bæjarráðs vegna frumvarps til laga um veiðigjöld. Undirrituð telur frumvarpið gefa litlar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort gjaldið sé of hátt eða of lágt, réttlætanlegt eða þarft. Þá tekur undirrituð ekki undir afstöðu meirihluta bæjarráðs um að veiðigjöld hefti framgang greinarinnar með þeim hætti sem fjallað er um í umsögninni. Undirrituð harmar það að ríkisstjórnin sé að fjarlægjast þá hugmyndafræði að auðlindir sjávar séu í þjóðareigu enda skulu allir njóta hlutdeildar  af rentu þeirrar auðlindar.

Sign

Jórunn Einarsdóttir

 

Liður 4 var samþykktur með sex atkvæðum, Jórunn Einarsdóttir vék sæti.

Liðir 1,3, 5-9, 11 og 12 voru samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl:            19.45

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159