02.05.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 167

 

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 167. fundur

 

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

2. maí 2014 og hófst hann kl. 16.00

 

 

Fundinn sátu:

Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Jón Árni Ólafsson Aðalmaður, Bergvin Oddsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs og Sigurbergur Ármannsson Embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201405001 - Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2013

 

Farið yfir ársreikning Vestmananeyjahafnar fyrir árið 2013. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 460 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 144 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 250 millj.kr.

 

Ráðið samþykkir ársreikninginn en hann fer til síðari umræðu í bæjarstjórn 8.maí n.k.

 

   

2.

201312053 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013

 

Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar kynnti lykiltölur úr rekstri Vestmannaeyjabæjar sem falla undir verksvið ráðsins.

 

Ráðið þakkar Sigurbergi fyrir kynninguna.

 

   

3.

201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit

 

Fyrir lágu verkfundagerðir nr.28 frá 8.apríl og nr.29 frá 28.apríl.

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.

 

   

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159