29.04.2014

Fræðsluráð - 266

 
  

Fræðsluráð - 266. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. apríl 2014 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason Formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir Aðalmaður, Elsa Valgeirsdóttir Aðalmaður, Hörður Þórðarson 1. varamaður, Stefán Óskar Jónasson 2. varamaður, Jón Pétursson Framkvstj. sviðs, Erna Jóhannesdóttir Starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson Áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir Áheyrnarfulltrúi, Helga Tryggvadóttir Áheyrnarfulltrúi, Hildur Jónasdóttir Áheyrnarfulltrúi og Íris Pálsdóttir Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Emma H. Sigurgeirsdóttir leikskólastjóri sat fundinn í málefnum leikskólans. Svanhvít Friðþjófsdóttir var gestur fundarins og yfirgaf hann eftir fyrsta mál. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans og Helga Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri yfirgáfu fundinn eftir 4. mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201312021 - Kynning frá Grunnskóla Vestmannaeyja

 

Svanhvít Friðþjófsdóttir greindi frá Med- rannsókn sinni um íslensku á unglingastigi.

 

Helstu spurningar sem Svanhvít lagði upp með í rannsókn sinni voru um það hvernig hægt væri að ná betri árangri í íslenskukennslu unglinga. Fram kom að helstu breytingar í íslenskukennslu undanfarinna ára liggja helst í breyttu námsefni. Fagleg hæfni kennara og stjórnenda, samstarf við foreldra, lestur og lesskilningur voru þættir sem Svanhvít taldi mikilvægasta. Svanhvít svaraði síðan spurningum nefndarmanna. Ráðið þakkar skemmtilega og áhugaverða kynningu.

 

   

2.

201404098 - Framtíðarsýn í húsnæðismálum skólastiga.

 

Stofnun starfshóps

 

Fræðsluráð samþykkir að setja á laggirnar fimm manna starfshóp um húsnæðismál í grunn- og leikskólum.
Í hópnum sitja: Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður hópsins, Birna Þórsdóttir, Sigurlaug Böðvarsdóttir, Bjarni Ólafur Marinósson verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fræðslusviðs.

Markmið hópsins er að fara yfir framtíðarsýn varðandi viðhalds- og húsnæðisþörf skóladeilda til skemmri og lengri tíma litið. Kalla skal til stjórnendur, húsvörð og aðra starfsmenn sem talið er nauðsynlegt að kalla til innann skólanna og fræðslusviðs til að fá sýn á viðhaldsþörf og húsnæðisskipulag næstu árin, með tilliti til fjölda barna á hverju skólastigi.

Undir starf hópsins fellur eftirfarandi:
Greina húsnæðisþörf hvers skólastigs með tilliti til áætlaðs fjölda í árgöngum næstu 2, 5 og 10 ár.
Að móta hugmyndir um betri nýtingu á núverandi húsnæði Vestmannaeyjabæjar.
Að fá góða yfirsýn yfir viðhaldsþörf í skólunum næstu árin.
Koma með sem flestar lausnamiðaðar tillögur í húsnæðismálum, til að gera góða skóla enn betri.

Hópurinn er skipaður af fræðsluráði og er til ráðgjafar hvað ofangreinda þætti varðar. Gert skal ráð fyrir því að hópurinn skili af sér minnisblaði með helstu niðurstöðum þann. 28. maí n.k. og formaður hópsins geri í kjölfarið grein fyrir vinnu starfshópsins.

 

   

3.

201105068 - Sameiginlegt skóladagatal

 

Lagt fram til kynningar.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

200802069 - Sumarlokanir leikskóla.

 

Niðurstöður könnunar um sumarlokanir leikskólanna.

 

Könnunin, sem stóð frá 4.- 15. mars 2014, var kynnt í tölvupósti til forráðamanna 236 barna í leikskólunum, í fjölmiðlum og á vef Vestmannaeyjabæjar. Ábendingar bárust frá 9 einstaklingum. Fjórir þeirra sögðust eiga erfitt með að taka frí á sumarlokunartímabilinu og bentu ýmist á júlí- eða ágústmánuð sem heppilegasta lokunartímabilið. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri kannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra um sumarlokanir, en þær hafa sýnt að langflestir foreldrar velja þennan tíma til að taka sumarleyfi með börnum sínum. þ.e.a.s júlí og/eða ágúst

 

   

5.

200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti

 

Rekstur gæsluvallarins Strandar sumarið 2014.

 

Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa um að starfstími gæsluvallarins Strandar verði frá kl. 13-16 á tímabilinu 14. júlí til 11. ágúst 2014 að báðum dögum meðtöldum. Vistgjöld haldist óbreytt frá fyrra ári.

 

   

6.

201404107 - Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar.

 

Samþykkt um lækkun leikskólagjalda og breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu í heimahúsum.

 

Fræðsluráð fagnar þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að lækka gjaldskrár sveitarfélagsins í ljósi niðurstöðu ársreikninga og þeirrar sterku stöðu í rekstri Vestmannaeyjabæjar sem þar kemur fram. Eftirfarandi breytingar lúta að fræðslumálum:
1. Niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr miðað við 8,5 tíma vistun.
2. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði.
3. Vistunargjald fyrir 8 klst vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%).
4. Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020.

Í tillögunni var ekki tekið á systkinaafslætti fyrir systkini sem bæði eru í daggæslu hjá dagforeldri. Leggur ráðið því til að svohljóðandi viðbót verði gerð vegna þess:
Systkinaafsláttur fyrir systkini, sem bæði eru í daggæslu hjá dagforeldri, verði í formi 50% viðbótarniðurgreiðslu fyrir annað barn. Samkvæmt því getur heildarniðurgreiðsla fyrir annað barn orðið allt að 60.000 krónur fyrir 8,5 tíma vistun.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159