14.04.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 166

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 166. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
14. apríl 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Jón Árni Ólafsson Aðalmaður, Bergvin Oddsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs og Sigurður Smári Benónýsson Embættismaður.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201404044 - Rekstur Vestmannaeyjahafnar 2014
Farið yfir lykiltölur í rekstri Vestmannaeyjahafnar fyrstu 3 mánuði ársins 2014 og borið saman við sama tímabil ársins 2013. Heildartekjur Vestmannaeyjahafnar eru 99 milljónir á móti 119 milljónum á sama tímbili 2013.
 
 
2. 201404047 - Erindi frá Samorku vegna Fráveitu Vestmannaeyja
Fyrir lá bréf frá Samorku dags. 1.apríl 2014 þar sem Fráveitu Vestmannaeyja er boðin þáttaka í starfi Samorku
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga.
 
 
3. 201311048 - Aðalskipulagsbreyting, hafnarsvæði H-1.
Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingum á Aðalskipulagi á Hafnarsvæði merkt H-1 sem spannar frá Skanssvæði að Friðarhafnaskýli í vestri.
Ráðið þakkar kynninguna og gerir engar athugasemdir við framkomnar tillögur.
 
 
4. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lágu verkfundagerðir nr. 26 frá 19.mars 2014 og nr. 27 frá 1.apríl 2014
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
5. 201306001 - Vestmannabraut, gatnagerð 2013
Fyrir lá verkfundagerð nr.6 frá 19.mars 2014
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159