01.04.2014

Fræðslu- og menningarráð - 265

 
 Fræðslu- og menningarráð - 265. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

1. apríl 2014 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason Formaður, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir Varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir Aðalmaður, Björgvin Eyjólfsson Aðalmaður, Elliði Vignisson 1. varamaður, Jón Pétursson Framkvstj. sviðs, Erna Jóhannesdóttir Starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson Embættismaður og Þórdís Jóelsdóttir Varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Íris Pálsdóttir var áheyrnarfulltrúi leikskóla. Svava Hafsteinsdóttir var gestur fundarins.

Áheyrnarfulltrúar leikskólans yfirgáfu fundinn eftir þriðja mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201403042 - Erindi frá foreldrafélagi leikskólans Sóla.

 

Ósk foreldra um að 5 ára börn fái að halda áfram á Sóla.

 

Fræðsluráð þakkar foreldrafélaginu á Sóla fyrir erindið og fagnar því hversu mikil ánægja er meðal foreldra með starfið í leikskólanum Sóla. Eftir að hafa skoðað málið vandlega kemur í ljós að ekki er hægt að verða við erindinu þar sem að slík breyting myndi fela í sér fækkun leikskólaplássa. Það myndi orsaka seinkun á inntöku barna í leikskólana og væri það mikið óhagræði fyrir barnafjölskyldur.

Einnig telur fræðsluráðið 5 ára deildina við Víkina vera góða aðlögun fyrir börnin að grunnskólanámi þar sem börnin kynnast húsnæði og starfi grunnskólans vel. Málefni leikskóla eru, eins og önnur fræðslumál, í sífelldri endurskoðun og þróun hjá sveitarfélaginu. Ráðið þakkar jafnframt þann áhuga og metnað sem foreldrafélagið hefur sýnt með erindinu og óskar eftir áframhaldandi samstarfi og samtali við það.

 

   

2.

201403070 - Leikskólakynningar.

 

Leikskólakynningar. Svava Hafsteinsdóttir kynnir starfshætti leikskólans Kirkjugerðis/Víkurinnar varðandi málþroska og vinnu við undirstöður lestrarnáms.

 

Fram kom í fyrirlestrinum að öll börn í fimm ára deild eru prófuð með stöðluðu málþroskaprófi, svokölluðu Hljóm prófi. Prófið gefur til kynna stöðu málþroska og fylgni við árangur í lestri í grunnskólanum. Einnig er stuðst við Tákn með tali og myndrænt mál til að ná betur til barna sem eru með íslensku sem annað tungumál. Svava svaraði spurningum nefndarmanna og fræddi þá um starfshætti leikskólans varðandi málþroska barna. Ráðið þakkar Svövu fyrir upplýsandi og áhugaverðan fyrirlestur.

 

   

3.

200805104 - Grunnskóli Vestmannaeyja. Úthlutun v skólastarfs 2014-2015.

 

Úthlutun skólaárið 2014-2015

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram tillögu að úthlutun vegna skólastarfs í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2014-2015. Fjöldi nemenda verður u.þ.b. 547 á næsta skólaári en er núna 542. Gert er ráð fyrir úthlutun sem gefur möguleika á þremur bekkjardeildum í hverjum árgangi. Lagt er til að heildarfjöldi kennslustunda verði 1253 kennslustundir á viku.
Til viðbótar er úthlutun til bókasafnsstarfa samtals 55,4 dagvinnustundir á viku og 26 yfirvinnustundir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi.
Fræðslu- og menningarráð samþykkir ofangreinda tillögu.

 

   

4.

201403039 - Styrkbeiðni vegna boðsundskeppni Sundsambands Íslands

 

Styrkbeiðni vegna boðsundskeppni milli grunnskóla

 

Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.17

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159